Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. september 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Pálmi Steingrímsson aðalmaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Gunnhildur María Sæmundsóttir Skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Könn­un um stöðu kennslu í fjár­mála­fræðslu í grunn- og fram­halds­skól­um201606062

    Lagt fram til upplýsinga.

    Fjár­mála­læsi er kennt í öllu grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar. Fjár­mála­vit hef­ur kom­ið í heim­sókn í eldri bekki grunn­skól­anna og kenn­ar­ar hafa sótt nám­skeið í fjár­mála­læsi. Í yng­ir bekkj­um er unn­ið með þekk­ingu á gildi pen­inga og kennt gegn­um hlut­verka­leiki og ýmis verk­efni. Skýrsl­an send í skól­ana og eft­ir at­vik­um tek­ið mið af henni til áfram­hald­andi vinnu.

  • 2. Upp­haf skóla­árs 2016-172016082104

    Lagt fram til upplýsinga

    Lagt fram til upp­lýs­inga. Skólast­arf í Mos­fells­bæ fer vel af stað.

    • 3. Regl­ur um skóla­vist utan lög­heim­il­is2016082113

      Breyting á reglum um skólavist utan lögheimilis. Lagt fram til samþykktar.

      Fræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja breyt­ingu á regl­um um skóla­vist utan lög­heim­il­is.

      Almenn erindi - umsagnir og vísanir

      • 4. Ungt fólk 2016-Lýð­heilsa ungs fólks í Mos­fells­bæ (8., 9. og 10. bekk­ur árið 2016)201606053

        Lagðar fram til kynningar niðurstöður rannsókna á lýðheilsu ungs fólks í Mosfellsbæ, meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2016. Fjölskyldunefnd, 244. fundur (24.6.2016) samþykkir að vísa skýrslunni til kynningar til fræðslunefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og ungmennaráðs. Samþykkt að halda kynningarfund um efni skýrslunnar við upphaf skólaársins 2016-2017.

        Fræðslu­nefnd fel­ur fræðslu- og frí­stunda­sviði í sam­vinnu við fjöl­skyldu­svið og skóla­stjórn­end­ur að skipu­leggja kynn­ing­ar­fundi og frek­ari úr­vinnslu á nið­ur­stö­um skýrsl­unn­ar.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35