6. september 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Könnun um stöðu kennslu í fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum201606062
Lagt fram til upplýsinga.
Fjármálalæsi er kennt í öllu grunnskólum Mosfellsbæjar. Fjármálavit hefur komið í heimsókn í eldri bekki grunnskólanna og kennarar hafa sótt námskeið í fjármálalæsi. Í yngir bekkjum er unnið með þekkingu á gildi peninga og kennt gegnum hlutverkaleiki og ýmis verkefni. Skýrslan send í skólana og eftir atvikum tekið mið af henni til áframhaldandi vinnu.
2. Upphaf skólaárs 2016-172016082104
Lagt fram til upplýsinga
Lagt fram til upplýsinga. Skólastarf í Mosfellsbæ fer vel af stað.
3. Reglur um skólavist utan lögheimilis2016082113
Breyting á reglum um skólavist utan lögheimilis. Lagt fram til samþykktar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á reglum um skólavist utan lögheimilis.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Ungt fólk 2016-Lýðheilsa ungs fólks í Mosfellsbæ (8., 9. og 10. bekkur árið 2016)201606053
Lagðar fram til kynningar niðurstöður rannsókna á lýðheilsu ungs fólks í Mosfellsbæ, meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2016. Fjölskyldunefnd, 244. fundur (24.6.2016) samþykkir að vísa skýrslunni til kynningar til fræðslunefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og ungmennaráðs. Samþykkt að halda kynningarfund um efni skýrslunnar við upphaf skólaársins 2016-2017.
Fræðslunefnd felur fræðslu- og frístundasviði í samvinnu við fjölskyldusvið og skólastjórnendur að skipuleggja kynningarfundi og frekari úrvinnslu á niðurstöum skýrslunnar.