4. júní 2013 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áætlun um úthlutun framlaga árið 2013 vegna þjónustu við fatlað fólk201305185
Fundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga með þjónustusvæðum vegna áætlun framlaga árið 2013.
Ásgeir Sigurgestsson fór yfir áætlun um úthlutun framlaga til Mosfellsbæjar og stöðu málaflokksins.
2. Stuðningsfjölskyldur, yfirlit yfir stöðu og þróun árin 2010-2013.201305283
Yfirlit yfir stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna, yfirlit yfir stöðu og þróun árin 2010-2013.
Kristbjörg Hjaltadóttir kynnti samantekt um stuðningsfjölskyldur.
3. Félagsleg liðveisla, yfirlit.201306020
Félagsleg liðveisla, yfirlit tímabilið 2010-2013.
Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir kynnti samantekt um liðveislu.
4. Aðalfundur 2013201305093
Gögn frá aðalfundi Skálatúnsheimilisins.
Ásgeir Sigurgestsson sagði frá aðalfundi Skálatúnsheimilisins sem hann og framkvæmdastjóri sviðsins sátu. Á fundinum kom fram að Ás styrktarfélag og IOGT sem standa að rekstrinum hafa komið sér saman um að leita til Háskóla Íslands um tilnefningu formanns stjórnar.
5. Félagsþjónusta Mosfellsbæjar 2012201303328
Skýrsla fjölskyldusviðs um félgsþjónustu árið 2012.
Skýrsla til Hagstofu Íslands um félgsþjónustu Mosfellsbæjar 2012 kynnt og lögð fram, ásamt samantekt um fjárhagsaðstoð og félagslega heimaþjónustu árin 2008-2012.
Fundargerðir til kynningar
7. Trúnaðarmálafundur - 778201305030F
Trúnaðarmálafundur afgreiðsla fundar.
Fundargerð 778. trúnaðarmálafundar lögð fram til kynningar á 206 fjölskyldunefndarfundi.
8. Trúnaðarmálafundur - 779201305034F
Trúnaðarmálafundur afgreiðsla fundar.
Fundargerð 779. trúnaðarmálafundar lögð fram til kynningar á 206 fjölskyldunefndarfundi.
Fundargerðir til staðfestingar
9. Trúnaðarmálafundur - 780201306001F
Fundargerð 780. trúnaðarmálafundar lögð fram til afgreiðslu á 206. fundi fjölskyldunefndar.
Fundargerð 780. trúnaðarmálafundar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér á 206 fjölskyldunefndarfundi.
Á fundinum voru tekin fyrir málin "Fjárhagsaðstoð nr. 201305109" og "NPA samningar nr. 201305277".