16. febrúar 2010 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Um innritun nýnema í framhaldsskóla 2010201001524
Bréf ráðuneytis lagt fram.
2. Erindi Menntamálaráðuneytis varðandi innleiðingu laga um leikskóla og grunnskóla200912288
Skýrsla um úttekt á innleiðingu nýrra laga um leik- og grunnskóla lögð fram.
3. Breytingar á skóladagatali leikskóla, vorönn 2010201001521
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á skóladagatali leikskóla í samræmi við framlagt minnisblað. Gert er ráð fyrir að tvisvar á vorönn verði starfsmannafundir á dagtíma.
4. Skóladagatal leik- og grunnskóla 2010-2011201002162
Skóladagatal Huldubergs er ekki tilbúið - það verður sett inn á fundargátt mjög bráðlega.
Skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir árið 2010-2011 lögð fram. Skóladagatal er hluti af skólanámskrá sérhvers skóla.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framlögð skóladagatöl, sem kynnt hafa verið í skólasamfélaginu í samræmi við lög- og reglugerðir. 5. Mat á leikskólastarfi201002188
Helga Dís Sigurðardóttir matssérfræðingur er boðuð á fundinn undir þessu máli.
Á fundinn mætti Helga Dís Sigurðardóttir matssérfræðingur sem hefur starfað með leikskólastarfsfólki að undirbúningi mats á leikskólastarfi. Lögð fram miðsvetrarskýrsla um verkefnið.
6. Skólastefna Mosfellsbæjar - endurskoðun200901761
Drög að endurskoðaðri skólastefnu Mosfellsbæjar lögð fram.