2. febrúar 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka málið Vegvísir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Álagning fasteignagjalda - beiðni um endurgreiðslu201612173
Umsögn lögmanns lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu og fela lögmanni að svara því í samræmi við umsögn hans.
2. Dómsmálið íslenska ríkið g. Mosfellsbæ vegna ágreinings um gatnagerðargjöld201506305
Niðurstaða Hæstaréttar í málinu kynnt.
Lagt fram.
3. Gjöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda201701368
Ósk um breytingu á gatnagerðargjöldum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra og lögmanns til skoðunar.
4. Samstarfssamningur milli Myndlistaskóla Mosfellsbæjar og Mosfellsbæjar201701373
Samstarfssamningur Mosfellsbæjar og Myndlistarskóla Mosfellsbæjar 2017-2019. Lagt fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
Bjarki Bjarnason víkur af fundi undir þessum dagskrárlið vegna vanhæfis.
Framlögð drög að samstarfssamningi Mosfellsbæjar og Myndlistarskóla Mosfellsbæjar samþykkt með þremur atkvæðum. Jafnframt samþykkt að senda samninginn til fræðslunefndar til kynningar.
5. Vegvísir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans201701401
Vegvísir - kynning á verkefnaáætlun í grunnskólum Mosfellsbæjar janúar - maí 2017.
Linda Udengard (LU), framkvæmdastjóri fræðslusviðs, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.