4. október 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Vilborg Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Ragnheiður Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Ásmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Snorri Gissurarson 2. varamaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Hafsteinn Pálsson Formaður fræðslunefndar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ytra mat á grunnskólum - Lágafellsskóli201511031
Niðurstöður á ytra mati Menntamálastofnunar á starfsemi Lágafellsskóla.
Fræðslunefnd vísar málinu áfram til frekari úrvinnslu hjá fræðslu- og frístundasviði og Lágafellsskóla. Óskað er eftir kynningu í fræðslunefnd þegar útbótaáætlunin er tilbúin.
Gestir
- Jóhanna Magnúsdóttir
2. Útinám í Mosfellsbær201609256
Lagt fram til kynningar
Fræðslunefnd leggur til við fræðslu- og frístundasvið að skoða í samráði við leik- og grunnskólastjórnendur hvernig hægt er að efla vægi útináms í skólum bæjarins.
3. Ungt fólk og grunnskólar- Hagir og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ 2015201505054
Dagsetningar á kynningum skýrslunnar innan skólasamfélagsins lagðar fram til upplýsingar.
4. Kennsluaðferðin Leikur að Læra í grunnskólaeingingu Leirvogstunguskóla201609202
Bréf frá foreldrum Leirvogstungu lagt fram.
Fræðslunefnd leggur til við fræðslu- og frístundasvið að funda með bréfriturum og afla frekari upplýsinga um forsendur. Fræðslunefnd verði upplýst um framvindu mála.
5. Drög að starfsáætlun fræðslunefndar 2016-17201609422
Lagt fram til upplýsingar