30. maí 2014 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Brekkubær í Þormóðsdal, umsókn um byggingarleyfi201405153
Kristín K Harðardóttir Hnjúkaseli 8 Reykjavík sækir um leyfi til að endurbyggja úr timbri sumarbústað í landi Þormóðsdals landnr. 125620 í samræmi við framlögð gögn. Stærð bústaðs: 1. hæð 72,5 m2, millipallur 23,8 m2, samtals 392,6 m3.
Samþykkt
2. Merkjateigur 8, fyrirspurn um byggingarleyfi201405373
Stefán Þórisson Merkjateigi 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja við húsið nr. 8 við Merkjateig í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða viðbyggingu úr steinsteypu, byggingu yfir stiga milli hæða.
Byggingafulltrúi vísar málinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd með vísun til 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.