Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. ágúst 2013 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Litlikriki 37, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201307167

    Óskar J Sigurðsson Litlakrika 45 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús úr steinsteypu með aukaíbúð og sambyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 37 við Litlakrika samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð neðri hæðar 215,8 m2, íbúðarrými efri hæðar 173,0 m2, bílgeymsla 38,4 m2, samtals 1368,6 m3.

    Sam­þykkt.

    • 2. Völu­teig­ur 23, bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn vegna upp­setn­ing­ar stálmast­urs og fjar­skipta­bún­að­ar.201303086

      Nova ehf Lágmúla 9 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp fjarskiptamastur og fjarskiptabúnað á lóðinni og í húsinu að Völuteigi 23 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur skriflegt samþykki lóðarhafa og húseigenda. Skipulagsnefnd hefur fjallað um málið og gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu þess. Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir bárust.

      Sam­þykkt.

      • 3. Þor­móðs­dal­ur 125627, bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn vegna teng­ing­ar á raf­magni í frí­stunda­hús.2013081656

        Margrét H Kristinsdóttir Safamýri 34 Reykjavík sækir um leyfi til að tengja rafmagn fyrir ljós og hita í frístundahús á lóð úr Þormóðsdalslandi landnúmer 125627, samkvæmt framlögðum gögnum.

        Sam­þykkt að því til­skyldu að lagn­ir verði lagð­ar í jörð og að ekki verði heils­árs­bú­seta í hús­inu.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00