26. febrúar 2008 kl. 07:00,
bæjarráðssal
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Álafossvegur 25 - fyrirspurn um byggingarleyfi200602001
Jóhannes B. Eðvaldsson óskar þann 29. janúar eftir því f.h. Álafossbrekkunnar ehf. að áður innsendar teikningar og umsókn um byggingarleyfi fyrir húsi að Álafossvegi 25 fái meðferð skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga um óverulegar breytingar á deiliskipulagi. Frestað á 222. fundi.
Jóhannes B. Eðvaldsson óskar þann 29. janúar eftir því f.h. Álafossbrekkunnar ehf. að áður innsendar teikningar og umsókn um byggingarleyfi fyrir húsi að Álafossvegi 25 fái meðferð skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga um óverulegar breytingar á deiliskipulagi. %0DStarfsmönnum falið að ræða við umsækjanda. Nefndin fellst ekki á að málið fái meðferð skv. 2. mgr. 26. gr. og vísar til þess að endurskoðun deiliskipulagsins er í vinnslu.
2. Háeyri, ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag200708031
Í framhaldi af erindi Sigurðar I B Guðmundssonar frá 7. ágúst 2007 er lögð fram ný tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts að deiliskipulagi, dags. 31.01.2008, þar sem gert er ráð fyrir að lóðinni verði skipt í tvennt og að á vestari partinum komi nýtt einbýlishús. Frestað á 222. fundi.
Í framhaldi af erindi Sigurðar I B Guðmundssonar frá 7. ágúst 2007 er lögð fram ný tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts að deiliskipulagi, dags. 31.01.2008, þar sem gert er ráð fyrir að lóðinni verði skipt í tvennt og að á vestari partinum komi nýtt einbýlishús.%0DNefndin felur starfsmönnum að koma sjónarmiðum nefndarinnar um útfærslu tillögunnar á framfæri við umsækjanda.
3. Miðdalsland norðan Selvatns, deiliskipulag 5 frístundalóða200708097
Í framhaldi af erindi Hildigunnar Haraldsdóttur arkitekts f.h. landeigenda frá 15. ágúst 2007, sbr. bókun á 208. fundi, er lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi 5 frístundalóða þar sem nú eru 2 lóðir Gunnlaugar Eggertsdóttur. Frestað á 222. fundi.
Í framhaldi af erindi Hildigunnar Haraldsdóttur arkitekts f.h. landeigenda frá 15. ágúst 2007, sbr. bókun á 208. fundi, er lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi 5 frístundalóða þar sem nú eru 2 lóðir Gunnlaugar Eggertsdóttur. Frestað á 222. fundi.%0DStarfsmönnum falið að ræða við umsækjendur og höfund um nánari útfærslu tillögunnar.
4. Fyrirspurn varðandi stækkun 30 km svæðis á Baugshlíð og Skólabraut200802031
Gunnar S.I. Sigurðsson lögreglumaður óskar þann 1. febrúar 2008 eftir því að athugað verði hvort unnt sé að stækka 30-km svæði á Baugshlíð og Skólabraut. Frestað á 222. fundi.
Gunnar S.I. Sigurðsson lögreglumaður óskar þann 1. febrúar 2008 eftir því að athugað verði hvort unnt sé að stækka 30-km svæði á Baugshlíð og Skólabraut.%0DBæjarverkfræðingi falið að ræða við lögreglu um 30 km svæði í bænum.
5. Skeljatangi 16 umsókn um byggingarleyfi/breyting á svölum og glugga200802041
Matthías Ottósson sækir þann 5. febrúar 2008 um leyfi til að byggja yfir svalir og setja glugga á óuppfyllt rými á neðri hæð hússins skv. meðf. teikningum Ragnars A. Birgissonar arkitekts. Frestað á 222. fundi.
Matthías Ottósson sækir þann 5. febrúar 2008 um leyfi til að byggja yfir svalir og setja glugga á óuppfyllt rými á neðri hæð hússins skv. meðf. teikningum Ragnars A. Birgissonar arkitekts.%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna erindið.%0D
6. Hraðastaðavegur 5, umsókn um byggingarleyfi v/landbúnaðarbyggingu200712024
Í framhaldi af umsókn Hlyns Þórissonar f.h. Gands ehf þann 4. desember um byggingarleyfi fyrir landbúnaðarbyggingu að Hraðastaðavegi 5 er lögð fram yfirlýsing hans um fyrirhugaða notkun byggingarinnar ásamt minnisblaði um eldvarnarmál. Frestað á 222. fundi.
Í framhaldi af umsókn Hlyns Þórissonar f.h. Gands ehf þann 4. desember um byggingarleyfi fyrir landbúnaðarbyggingu að Hraðastaðavegi 5 er lögð fram yfirlýsing hans um fyrirhugaða notkun byggingarinnar ásamt minnisblaði um eldvarnarmál.%0DNefndin hafnar erindinu, þar sem hún telur að bygging vélaskemmu af þeirri stærð sem um er sótt samræmist ekki stefnumörkun skipulagsins og falli ekki að núverandi byggð.
7. Bræðratunga - fyrirspurn um heilsársbúsetu200802120
Tobias Klose spyrst þann 14. febrúar 2008 fyrir um það hvort heimiluð yrði heilsársbúseta á eigninni og í öðru lagi hvort heimiluð yrði bygging 5 - 6 smáhýsa þar í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Dive.is. Frestað á 222. fundi.
Tobias Klose spyrst þann 14. febrúar 2008 fyrir um það hvort heimiluð yrði heilsársbúseta á eigninni og í öðru lagi hvort heimiluð yrði bygging 5 - 6 smáhýsa þar í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Dive.is.%0DErindinu er hafnað með vísan til ákvæða aðalskipulags.
8. Hjallahlíð 11, óleyfisbygging200802129
Byggingarfulltrúi hefur án árangurs gert athugasemdir við óleyfisbyggingu á lóðinni, sbr. meðf. bréf. Frestað á 222. fundi.
Byggingarfulltrúi hefur án árangurs gert athugasemdir við óleyfisbyggingu á lóðinni, sbr. meðf. bréf.%0DByggingarfulltrúa falið að leggja tillögu um meðferð málsins fyrir næsta fund.%0D
9. Skarhólabraut, deiliskipulag200711234
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga ásamt umhverfisskýrslu þann 4. janúar 2008 með athugasemdafresti til 15. febrúar 2008. Athugasemd dags. 30. janúar 2008 barst frá Eddu Gísladóttur. Umsagnir um umhverfisskýrslu bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 11. febrúar 2008, og frá Umhverfisstofnun, dags. 18. febrúar 2008.%0DFramhaldsumfjöllun frá 222. fundi, lögð verða fram drög að svörum.
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga ásamt umhverfisskýrslu þann 4. janúar 2008 með athugasemdafresti til 15. febrúar 2008. Athugasemd dags. 30. janúar 2008 barst frá Eddu Gísladóttur. Umsagnir um umhverfisskýrslu bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 11. febrúar 2008, og frá Umhverfisstofnun, dags. 18. febrúar 2008. Framhaldsumfjöllun frá 222. fundi.%0DFrestað og starfsmönnum falið að afla frekari gagna.
10. Helgafellshverfi, áf. 1 - 4, fyrirsp. um breytingar á deiliskipulagi200802184
F.h. Helgafellsbygginga hf. sækir Sigurður Einarsson arkitekt þann 14. febrúar 2008 um breytingar á deiliskipulagi miðhverfis Helgafellshverfis (Augans) og á 3. og 4. áfanga hverfisins skv. meðfylgjandi tillöguuppdráttum Batterísins arkitekta.
F.h. Helgafellsbygginga hf. sækir Sigurður Einarsson arkitekt þann 14. febrúar 2008 um breytingar á deiliskipulagi miðhverfis Helgafellshverfis (Augans) og á 3. og 4. áfanga hverfisins skv. meðfylgjandi tillöguuppdráttum Batterísins arkitekta. %0DÁ fundinn komu Sigurður Einarsson og Borghildur Sturludóttir arkitektar og Hannes Sigurgeirsson og kynntu hugmyndir að breytingum.
11. Erindi Guðmundar A. Jónssonar varðandi bifreiðarstæði í Álafosskvosinni200707072
Guðmundur A. Jónsson ítrekar þann 19. febrúar ósk sína frá 11. júlí 2007 um úthlutun þriggja skammtímastæða fyrir framan verslun sína að Álafossvegi 23. Nefndin vísaði á 206. fundi fyrra erindi til umfjöllunar í tengslum við deiliskipulag Álafosskvosar.
Guðmundur A. Jónsson ítrekar þann 19. febrúar ósk sína frá 11. júlí 2007 um úthlutun þriggja skammtímastæða fyrir framan verslun sína að Álafossvegi 23. Nefndin vísaði á 206. fundi fyrra erindi til umfjöllunar í tengslum við deiliskipulag Álafosskvosar.%0DFrestað.
12. Miðdalsland 125214, ósk um skiptingu frístundalóðar200801313
Jón Þ. Magnússon og Björg Jónsdóttir fara þann 17. febrúar fram á að nefndin endurskoði ákvörðun sína á 221. fundi um hámarksstærð frístundahúsa á lóð þeirra í Miðdalslandi.
Jón Þ. Magnússon og Björg Jónsdóttir fara þann 17. febrúar fram á að nefndin endurskoði ákvörðun sína á 221. fundi um hámarksstærð frístundahúsa á lóð þeirra í Miðdalslandi.%0DFrestað.
13. Helgafellsmelar við Köldukvísl, ósk um endurskoðun á aðalskipulagi200802157
Níels Hauksson, Marta Hauksdóttir og Hilmar Konráðsson f.h. Helgafellshlíðar ehf. óska þann 13. febrúar 2008 eftir því að landnotkun í aðalskipulagi á Helgafellsmelum milli Köldukvíslar og Þingvallavegar verði breytt og þar gert ráð fyrir þjónustu- og iðnaðarbyggð.
Níels Hauksson, Marta Hauksdóttir og Hilmar Konráðsson f.h. Helgafellshlíðar ehf. óska þann 13. febrúar 2008 eftir því að landnotkun í aðalskipulagi á Helgafellsmelum milli Köldukvíslar og Þingvallavegar verði breytt og þar gert ráð fyrir þjónustu- og iðnaðarbyggð.%0DFrestað.