1. september 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skuggabakki 8/Umsókn um byggingarleyfi201605012
Niðurstaða skoðunar lögmanns lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
2. Ósk um deiliskipulag Lágafelli2016081715
Ósk um deiliskipulag í landi Lágafells
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
3. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um stofnun lögbýlis að Brekkukoti í Mosfellsdal2016081737
Beiðni um umsögn vegna umsóknar um stofnun lögbýlis að Brekkukoti í Mosfellsdal
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
4. Umsögn um frumvarp til laga um Umhverfisstofnun2016081961
Umsögn um frumvarp til laga um Umhverfisstofnun
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
5. Árshlutareikningur janúar - júní 20162016081967
Árshlutareikningur Sorpu janúar - júní 2016.
Lagt fam.
6. Framkvæmdir Mosfellsbæjar 20162016082004
Yfirlit helstu framkvæmda á vegum Mosfellsbæjar kynnt fyrir bæjarráði.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir helstu framkvæmdir á vegum Mosfellsbæjar 2016.
7. Rekstur deilda janúar til júní 20162016082041
Rekstraryfirlit janúar til júní 2016 kynnt.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Rekstraryfirlitið er lagt fram og verður gert aðgengilegt á heimasíðu Mosfellsbæjar í samræmi við markmið bæjarins um birtingu fjárhagsupplýsinga úr bókhaldi bæjarins.