29. ágúst 2014 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gerplustræti 13-15, umsókn um byggingarleyfi201405141
Byggingarfélagið Hrund Arkarholti 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja tvö 8 íbúða, fjögurra hæða fjöleignahús og bílakjallara úr forsteyptum einingum og steinsteypu samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð húss nr 13: Kjallari 109,1 m2, 1, hæð 272,0 m2, 2. hæð 284,4 m2, 3. hæð 284,4 m2, 4. hæð 284,4 m2, samtals 3587,1 m3. Stærð húss nr. 15: Kjallari 109,1 m2, 1, hæð 272,0 m2, 2. hæð 284,4 m2, 3. hæð 284,4 m2, 4. hæð 284,4 m2, samtals 3587,1 m3. Bílakjallari 577,7 m2, 1699,9 m3.
Samþykkt.
2. Hamrabrekkur 24, umsókn um byggingarleyfi201408575
Reynir F Grétarsson Kaldaseli 19 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri aðstöðuhús fyrir væntanlegt frístundahús og trjárækt á lóðinni nr. 24 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn. Stærð aðstöðuhúss 26,2 m2, 74,1 m3.
Samþykkt.
3. Hlíðartún 2,umsókn um byggingarleyfi201407163
Pétur R. Sveinsson Hlíðartúni 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu bílskúr hússins nr. 2 við Hlíðartún og byggja sólskála úr timbri og gleri í samræmi við framlögð gögn. Stækkun bílskúrs 14,7 m2, 43,6 m3. Stærð sólskála 12,1 m2, 34,0 m3.
Byggingafulltrúi vísar umsókninni til meðferðar skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga.