29. apríl 2011 kl. 8.00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Engjavegur 20, umsókn um byggingarleyfi200610008
Sólrún Hjaltested Brúnastekk 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, utanhússklæðningu og byggja niðurgrafna útigeymslu úr steinsteypu við húsið á lóðinni nr. 20 við Engjaveg samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun, stærð útigeymslu 7.6 m2, 23,0 m3.
Samþykkt.
2. Þverholt 2, umsókn um leyfi fyrir göngum frá vörumóttöku á jarðhæð að skrifstofuhúsi201012187
Reitir 3 Kringlunni 4 - 12 Reykjavík sækja um leyfi til að breyta fyrirkomulagi og staðsetningu áðursamþykktra undirganga vegna vörumóttöku fyrir vínbúð á jarðhæð Þverholts 2 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærðir einingar breytast ekki.
Samþykkt.
Umsækjandi skal leggja fram til samþykktar greinargerð og verkáætlun um frágang, vinnutilhögun og öryggisráðstafanir á svæðinu áður en byggingarleyfi verður gefið út.