19. janúar 2017 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Daníela Grétarsdóttir aðalmaður
- Embla Líf Hallsdóttir aðalmaður
- Guðlaug Karen Ingólfsdóttir aðalmaður
- Kristín Rán Guðjónsdóttir aðalmaður
- Dagur Fannarsson aðalmaður
- Emma Sól Jónsdóttir aðalmaður
- Úlfur Hrafn Eyvindsson aðalmaður
- Lilja Maren Elíasdóttir aðalmaður
- Björn Bjarnarson aðalmaður
- Hanna Lilja Egilsdóttir fræðslusvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kærleiksvikan í Mosfellsbæ201606056
Á fundinn mætir Jóhanna Magnúsdóttir frá Öldungaráði og fer yfir þann möguleika að ráðin tvö haldi saman spiladag í Kærleiksviku
Á fundinn mætti fyrir hönd starfshóps Kærleiksviku og öldungaráðs Jóhanna Magnúsdóttir. Á sameiginlegum fundi ungmennaráðs og Öldungaráðs var ákveðið að ráðin tvö myndu vinna meira saman. Jóhanna kom með þá hugmynd að halda saman spiladag í Kærleiksviku Mosfellbæjar. Samþykkt að halda sameiginlega Félagsvist laugardaginn 18 febrúar. Eddu, Hönnu Lilju og Jóhönnu falið að auglýsa atburðinn og finna hentuga staðsetningu fyrir viðburðinn.
2. Samþykkt um ungmennaráð201703017
Samþykkt um ungmennaráð
Nefndarmenn Ungmennaráðs Mosfellbæjar lýsa yfir áhuga á að yfirfara og breyta orðalagi í Samþykkt Ungmennaráðs. Samkvæmt umræðum á fundinum er Tómstundafulltrúa falið að athuga það nánar og vinna þá tillögu fyrir Bæjarstjórn.