3. september 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) 1. varamaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Parkinsonsamtakanna varðandi raddþjálfunarnámskeið201408414
Erindi Parkinsonsamtakanna varðandi styrkbeiðni kr. 100 þús til þess að halda raddþjálfunarnámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð vísar erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Þar sem úthlutun styrkja á fjölskyldusviði árið 2014 er lokið er ekki unnt að verða við beiðni um styrk vegna þessa árs. Umsóknin verður tekin til umfjöllunar við úthlutun styrkja árið 2015 sem fram fer fyrir lok marsmánaðar 2015.
2. Jafnréttisviðurkenning 20142014081646
Tilnefningar v. jafnréttisviðiurkenningar 2014. Umsóknarfrestur rennur út um helgina þannig að fleiri tilnefningar gætu bæst í hópinn.
Lagt fram minnisblað vegna tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2014. Alls bárust fjórar tilnefningar.
Fjölskyldunefnd hefur farið yfir þær og ákveðið hver mun hljóta viðurkenninguna. Ákvörðun nefndarinnar verður kynnt á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar 18. september n.k. og viðurkenning veitt.
Fundargerðir til kynningar
4. Trúnaðarmálafundur - 858201408015F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Fundargerð til kynningar.