Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. mars 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Minn­is­blað bæj­ar­rit­ara varð­andi út­hlut­un lóða í Krika­hverfi200510131

    Minnisblað framkvæmsastjóra stjórnsýslusviðs varðandi verðlagningu lóða í eigu Mosfellsbæjar í Krikahverfi.

    Til máls tóku: BH, HSv og SÓJ.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um við­auki við út­hút­un­ar­skil­mála lóða í Krika­hverfi í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs þar um.

    • 2. Skuld­breyt­ing er­lendra lána201106038

      Erindið er á dagskrá að ósk bæjarráðsmanna Jóns Jósefs Bjarnasonar.

      Til máls tóku: ÞBS, BH, HSv, SÓJ, KT og HAB. 

       

      Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að lagt verði mat á hvaða fjár­hags­legu þýð­ingu end­urút­reikn­ing­ur á grund­velli ný­fall­ins hæsta­rétt­ar­dóms um geng­is­tryggð lán (600/2011) kynni að hafa í för með sér fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið í sam­an­burði við það sam­komulag sem gert hef­ur ver­ið við Ís­lands­banka um skuld­breyt­ingu tveggja lána sem tal­ið er að hafi að geyma ólög­mæt geng­is­trygg­ing­ar­á­kvæði.<BR>&nbsp;<BR>Það upp­lýs­ist að þessi vinna er þeg­ar í gangi og verð­ur nið­ur­staða henn­ar lögð fram þeg­ar henni er lok­ið.

      • 3. Bakvakt­ir í barna­vernd­ar­mál­um201202101

        Til máls tóku: HSv, BH og HAB.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær taki þátt í sam­eig­in­legu verk­efni um bakvakt­ir í barna­vernd­ar­mál­um í sam­ræmi við fram­lögð drög að samn­ingi sveit­ar­fé­lag­anna Kópa­vogs, Hafn­ar­fjarð­ar, Garða­bæj­ar og Mos­fells­bæj­ar og er bæj­ar­stjóra heim­ilað að und­ir­rita samn­ing­inn. Einni millj­ón króna verði veitt af liðn­um ófyr­ir­séð út­gjöld Mos­fells­bæj­ar til verk­efn­is­ins, en von­ir standa til að hægt verði að hleypa því af stokk­un­um í byrj­un mars mán­að­ar.

        • 4. Skýrsla um starfs­semi um­hverf­is­sviðs 2011201202211

          Til máls tóku: BH, HSv, KT og HAB.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa skýrsl­unni til skipu­lags­nefnd­ar og um­hverf­is­nefnd­ar jafn­framt því verði skýrsl­an sett inná vef bæj­ar­ins til upp­lýs­ing­ar.

          • 5. Vinnu­skóli Mos­fells­bæj­ar laun sum­ar­ið 2012201202385

            Til máls tók: BH.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að laun í Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar hækki um 5% sum­ar­ið 2012 eins og lagt er til í minn­is­blaði tóm­stunda­full­trúa.

            • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um breyt­ingu á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um201202393

              Til máls tóku: BH, ÞBS, HSv og HAB.

              Er­ind­ið lagt fram og jafn­framt sent&nbsp;til þeirra stjórn­mála­sam­taka sem að­ild eiga að bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30