1. mars 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Minnisblað bæjarritara varðandi úthlutun lóða í Krikahverfi200510131
Minnisblað framkvæmsastjóra stjórnsýslusviðs varðandi verðlagningu lóða í eigu Mosfellsbæjar í Krikahverfi.
Til máls tóku: BH, HSv og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum viðauki við úthútunarskilmála lóða í Krikahverfi í samræmi við framlagt minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs þar um.
2. Skuldbreyting erlendra lána201106038
Erindið er á dagskrá að ósk bæjarráðsmanna Jóns Jósefs Bjarnasonar.
Til máls tóku: ÞBS, BH, HSv, SÓJ, KT og HAB.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að lagt verði mat á hvaða fjárhagslegu þýðingu endurútreikningur á grundvelli nýfallins hæstaréttardóms um gengistryggð lán (600/2011) kynni að hafa í för með sér fyrir sveitarfélagið í samanburði við það samkomulag sem gert hefur verið við Íslandsbanka um skuldbreytingu tveggja lána sem talið er að hafi að geyma ólögmæt gengistryggingarákvæði.<BR> <BR>Það upplýsist að þessi vinna er þegar í gangi og verður niðurstaða hennar lögð fram þegar henni er lokið.
4. Skýrsla um starfssemi umhverfissviðs 2011201202211
Til máls tóku: BH, HSv, KT og HAB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa skýrslunni til skipulagsnefndar og umhverfisnefndar jafnframt því verði skýrslan sett inná vef bæjarins til upplýsingar.
5. Vinnuskóli Mosfellsbæjar laun sumarið 2012201202385
Til máls tók: BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að laun í Vinnuskóla Mosfellsbæjar hækki um 5% sumarið 2012 eins og lagt er til í minnisblaði tómstundafulltrúa.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum201202393
Til máls tóku: BH, ÞBS, HSv og HAB.
Erindið lagt fram og jafnframt sent til þeirra stjórnmálasamtaka sem aðild eiga að bæjarstjórn Mosfellsbæjar.