28. október 2011 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skuggabakki 6, umsókn um byggingarleyfi201110213
Durgur ehf. Súluhöfða 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja kvist úr timbri og innrétta kaffistofu á millipalli á einingu 0103 í húsinu nr. 6 við Skuggabakka samkvæmt framlögðum gögnum.
Kvisturinn rúmast innan ramma gildandi deiliskipulags svæðisins.
Stækkun húss: Millipallur 20,4 m2, 28,6 m3.
Samþykkt.
2. Þrastarhöfði 57, byggingaleyfi fyrir útigeymslu201110186
Guðjón Kr. Guðjónsson Þrastarhöfða 57 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja útigeymslu úr timbri og steinsteypu á lóðinni nr. 57 við Þrastarhöfða samkvæmt framlögðum gögnum.
Grenndarkynning hefur farið fram og engar athugasemdir hafa borist.
Stærð geymslu: 25.0 m2, 63,8 m3.
Samþykkt.
3. Þverholt 2, umsókn um byggingarleyfi201110253
Reitir 3 ehf Kringlunni 4-12 Reykjavík sækja um leyfi til að breyta innanhússfyrirkomulagi í verslunarrými 0004 og innrétta nýja vöruaðkomuleið að lager ÁTVR, nr. 0021 samkvæmt framlögðum gögnum.
Áðursamþykktir uppdrættir vegna nýrrar aðkomuleiðar falli úr gildi.
Heildarstærðir húss breytast ekki.
Samþykkt.