Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. október 2011 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skugga­bakki 6, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201110213

    Durg­ur ehf. Súlu­höfða 21 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja kvist úr timbri og inn­rétta kaffi­stofu á millipalli á ein­ingu 0103 í hús­inu nr. 6 við Skugga­bakka sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.

    Kvist­ur­inn rúm­ast inn­an ramma gild­andi deili­skipu­lags svæð­is­ins.

    Stækk­un húss:  Millipall­ur 20,4 m2,  28,6 m3.

    Sam­þykkt.

     

    • 2. Þrast­ar­höfði 57, bygg­inga­leyfi fyr­ir útigeymslu201110186

      Guð­jón Kr. Guð­jóns­son Þrast­ar­höfða 57 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja útigeymslu úr timbri og stein­steypu á lóð­inni nr. 57 við Þrast­ar­höfða sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.

      Grennd­arkynn­ing hef­ur far­ið fram og eng­ar at­huga­semd­ir hafa borist.

      Stærð geymslu: 25.0 m2,  63,8 m3.

      Sam­þykkt.

      • 3. Þver­holt 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201110253

        Reit­ir 3 ehf Kringl­unni 4-12 Reykja­vík sækja um leyfi til að breyta inn­an­húss­fyr­ir­komu­lagi í versl­un­ar­rými 0004 og inn­rétta nýja vöru­að­komu­leið að lag­er ÁTVR, nr. 0021 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.

        Áð­ur­sam­þykkt­ir upp­drætt­ir vegna nýrr­ar að­komu­leið­ar falli úr gildi.

        Heild­ar­stærð­ir húss breyt­ast ekki.

        Sam­þykkt.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00