4. október 2017 kl. 14:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Kristbjörg Hjaltadóttir embættismaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónusta við eldri borgara-drög að kynningarbæklingi201704243
Kynningarbæklingur um þjónustu fyrir eldri borgara
Bæklingur um þjónustu við eldriborgara lagður fram til kynningar. Samþykkt að bæklingur liggi frammi í þjónustuveri Mosfellsbæjar, heilsugæslu og á Eirhömrum. Einnig send tilkynning á Mosfelling og vakin athygli á honum.
2. Málefni aldraðra201703410
Mótun stefnu í þjónustu við aldraða til næstu ára. Tillögur samstarfsnefndar um málefni aldraðra til félags- og húsnæðismálaráðherra í september 2016.
Ræddar hugmyndir að stefnu í þjónustu við eldri íbúa Mosfellsbæjar til næstu ára. Öldungaráð lýsir yfir áhuga sínum til að koma að mótun þeirrar stefnu í málefnum eldri íbúa.
3. Ársfjórðungsyfirlit 2017201704230
Ársfjórðungsyfirlit fjölskyldusvið II. ársfjórðungur
Ársfjórðungsyfirlit lagt fram til kynningar.
4. Starfsáætlun öldungaráðs 2017-2018201709355
Starfsáæltun öldungaráðs 2017-2018
Rætt og næsti fundur ákveðinn 22.nóvember kl 15:00.