Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. ágúst 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Samn­ing­ur um akst­ur fatl­aðs fólks í Mos­fells­bæ200503199

    Akstur fatlaðs fólks í Mosfellsbæ, beiðni rekstraraðila um endurskoðun á gjaldi fyrir þjónustu.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fjöl­skyldu­sviði að fram­lengja samn­ing um akst­ur fatl­aðs fólks í sam­ræmi við til­lögu sviðs­ins þar um.

    • 2. Hlé­garð­ur - end­ur­bæt­ur201206021

      Um er að ræða ósk um heimild til útboðs á ytra byrði Hlégarðs, en fyrirhugað er að skipta um glugga í húsinu og klæða húsið með Ímúr-klæðningu.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út ut­an­hússvið­gerð­ir Hlé­garðs í samæmi við til­lög­ur sviðs­ins þar um.

      • 3. Er­indi Ung­menna­fé­lags Aft­ur­eld­ing­ar varð­andi samn­ing við N12013081710

        Erindi Aftureldingar þar sem farið er fram á leyfi til þes að mannvirki Mosfellsbæjar að Varmá verði merkt með lógói N1.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.

        • 4. Rekst­ur deilda janú­ar til júní2013081956

          Rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til júní

          Minn­is­blað fjár­mála­stjóra um rekstr­ar­yf­ir­lit A og B hluta Mos­fells­bæj­ar vegna tíma­bils­ins janú­ar til júní 2013 lagt fram.

          • 5. Er­indi BSRB vegna upp­gjörs á sér­stakri des­em­berupp­bót2013081983

            BSRB hefur gert athugasemdir við starfslokauppgjör sem snúa að sérstakri desemberuppbót, sem er sólarlagsákvæði í kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Samband íslenskra sveitarfélaga.

            Lagt fram til upp­lýs­ing­ar minn­is­blað mannauðs­stjóra varð­andi sól­ar­lags­ákvæði í kjara­samn­ingi BSRB og launa­nefnd­ar sveit­ar­fé­laga.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30