29. ágúst 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samningur um akstur fatlaðs fólks í Mosfellsbæ200503199
Akstur fatlaðs fólks í Mosfellsbæ, beiðni rekstraraðila um endurskoðun á gjaldi fyrir þjónustu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjölskyldusviði að framlengja samning um akstur fatlaðs fólks í samræmi við tillögu sviðsins þar um.
2. Hlégarður - endurbætur201206021
Um er að ræða ósk um heimild til útboðs á ytra byrði Hlégarðs, en fyrirhugað er að skipta um glugga í húsinu og klæða húsið með Ímúr-klæðningu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út utanhússviðgerðir Hlégarðs í samæmi við tillögur sviðsins þar um.
3. Erindi Ungmennafélags Aftureldingar varðandi samning við N12013081710
Erindi Aftureldingar þar sem farið er fram á leyfi til þes að mannvirki Mosfellsbæjar að Varmá verði merkt með lógói N1.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
4. Rekstur deilda janúar til júní2013081956
Rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til júní
Minnisblað fjármálastjóra um rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar vegna tímabilsins janúar til júní 2013 lagt fram.
5. Erindi BSRB vegna uppgjörs á sérstakri desemberuppbót2013081983
BSRB hefur gert athugasemdir við starfslokauppgjör sem snúa að sérstakri desemberuppbót, sem er sólarlagsákvæði í kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til upplýsingar minnisblað mannauðsstjóra varðandi sólarlagsákvæði í kjarasamningi BSRB og launanefndar sveitarfélaga.