29. desember 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson bæjarfulltrúi
- Elín Lára Edvardsdóttir Þjónustufulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) 1. varamaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði
Elín Lára Edvards þjónustufulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarpsdrög um breytingar á lögum nr. 106/2000 send til umsagnar201110271
Áður á dagskrá á 1050. fundi bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfisnefndar. Hjálögð er umsögnin ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, sem samþykkt var á 311. fundi skipulagsnefndar.
Til máls tóku:BH og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda fyrirliggjandi umsagnir skipulagsfulltrúa og umhverfisnefndar til umhverfisráðuneytisins.
2. Erindi Kristínar B Reynisdóttur varðandi götuna Lágholt201112017
Áður á dagskrá 1055. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku:BH, HSv og HB.
Fyrirliggjandi umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs lögð fram. Vísað er til Þess að máið er til meðferðar hjá heilbrigðisnefnd og verður erindinu svarað þegar meðferð þess er lokið hjá nefndinni.
3. Ályktun Félags tónlistarskólakennara vegna tónlistarskóla201112149
Til máls tóku:BH, HSv og HB.
Erindið lagt fram og sent fræðslunefnd til upplýsinga.
4. Áætlun um úthlutun aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2011201112209
Til máls tóku:BH, HSv og HB.
Erindið lagt fram til upplýsinga.
5. Erindi SSH varðandi eflingu almenningassamgangna á höfuðborgarsvæðinu201112276
Sent frá SSH til kynningar.
Til máls tóku:BH og HSv.
Erindið lagt fram til kynningar.
6. Erindi SSH varðandi tillögur verkefnahóps SSH ( verkefnahópur 4 ) málefni innflytjenda.201112338
Til máls tóku:BH, HSv og HB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar og fræðslunefndar til umsagnar.