Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. desember 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarfulltrúi
  • Elín Lára Edvardsdóttir Þjónustufulltrúi
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) 1. varamaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður

Fundargerð ritaði

Elín Lára Edvards þjónustufulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Frum­varps­drög um breyt­ing­ar á lög­um nr. 106/2000 send til um­sagn­ar201110271

    Áður á dagskrá á 1050. fundi bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfisnefndar. Hjálögð er umsögnin ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, sem samþykkt var á 311. fundi skipulagsnefndar.

    Til máls tóku:BH og HSv.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda fyr­ir­liggj­andi um­sagn­ir skipu­lags­full­trúa og um­hverf­is­nefnd­ar til um­hverf­is­ráðu­neyt­is­ins.

    • 2. Er­indi Krist­ín­ar B Reyn­is­dótt­ur varð­andi göt­una Lág­holt201112017

      Áður á dagskrá 1055. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.

      Til máls tóku:BH, HSv og HB.

      Fyr­ir­liggj­andi um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs lögð fram. Vísað er til Þess að máið er til með­ferð­ar hjá heil­brigð­is­nefnd og verð­ur er­ind­inu svarað þeg­ar með­ferð þess er lok­ið hjá nefnd­inni.

      • 3. Álykt­un Fé­lags tón­list­ar­skóla­kenn­ara vegna tón­list­ar­skóla201112149

        Til máls tóku:BH, HSv og HB.

        Er­ind­ið lagt fram og sent fræðslu­nefnd til upp­lýs­inga.

        • 4. Áætlun um út­hlut­un aukafram­lags úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga 2011201112209

          Til máls tóku:BH, HSv og HB.

          Er­ind­ið lagt fram til upp­lýs­inga.

          • 5. Er­indi SSH varð­andi efl­ingu al­menn­ingassam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu201112276

            Sent frá SSH til kynningar.

            Til máls tóku:BH og HSv.

            Er­ind­ið lagt fram til kynn­ing­ar.

            • 6. Er­indi SSH varð­andi til­lög­ur verk­efna­hóps SSH ( verk­efna­hóp­ur 4 ) mál­efni inn­flytj­enda.201112338

              Til máls tóku:BH, HSv og HB.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar og fræðslu­nefnd­ar til um­sagn­ar.

              • 7. Um­sókn um lóð und­ir gagna­ver í landi Mos­fells­bæj­ar201112371

                Gunnar Ármannsson hdl. sækir um lóð undir gagnaver í landi Mosfellsbæjar, Sólheimakoti, fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags.

                Til máls tóku:BH, HSv, HB, JJB og ÓG.

                Bæj­ar­ráð er já­kvætt fyr­ir er­ind­inu og fel­ur bæj­ar­stjóra að gera drög að samn­ingi um út­hlut­un lóð­ar und­ir gagna­ver sem lagð­ur verði fyr­ir bæj­ar­ráð. 

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30