31. maí 2011 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) 1. varamaður
- Sólborg Alda Pétursdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
- Atli Guðlaugsson fræðslusvið
- Þrúður Hjelm fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi samkomulag um tónlistarfræðslu201105152
Kynning á samkomulagi og á Tónlistardeild LISTMOS
Skólastjóri Listaskóla kynnti samkomulagið. Fræðslunefnd felur Skólaskrifstofu og skólastjóra Listaskóla að skrifa umsögn um samkomulagið og áhrif þess í Mosfellsbæ.
2. Skipulag í Krikaskóla 2011-12201105266
Skólastjóri Krikaskóla upplýsti fræðslunefnd um óskir foreldra um að börnin geti tekið þátt í frístundafjörinu. Fræðslunefnd leggur til að leitað verði lausna í samstarfi Krikaskóla, Skólaskrifstofu og forsvarsmanna frístundafjörs.
3. Heimsóknir í Krikaskóla skólárið 2010-11201105271
Kynnt.
4. Tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla201105267
Þau verkefni sem hlutu tilnefningu voru kynnt en það voru verkefnin Foreldravika í Lágafellsskóla og Opin hús fyrir foreldra sem Skólaskrifstofa stendur fyrir.
6. Kynning á ADHD samtökunum201105268
Upplýsingaefni um ADHD samtökin verði komið á framfæri við stofnanir sviðsins.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
5. Umsókn um styrk við gerð fræðslumyndar um sjálfsvíg og afleiðingar þeirra201104238
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að erindu verði synjað.