27. ágúst 2010 kl. 9:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Roðamói 11, umsókn um byggingarleyfi200610209
Alexander Kárason Hlíðarási 1A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta áðursamþykktu burðarvirki einbýlishúss og bílskúrs að Roðamóa 11 ásamt smávægilegum innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í samræmi við framlögð gögn.
Áðursamþykktar stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
2. Varmaland 2, umsókn um að flytja vinnustofu á lóðina200911446
Björn Roth Varmalandi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að flytja áðurbyggt timburhús og staðsetja að Varmalandi í samræmi við framlögð gögn.
Húsið verður notað sem vinnustofa í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Stærð húss 72 m2, 240,9 m3.
Samþykkt.
3. Stórikriki 53, umókn um breytingu innanhúss og utan201008144
Brynjar Daníelsson Stórakrika 53 sækir um leyfi til að breyta skráningu aukaíbúðar ásamt breytingum á innra fyrirkomulagi húss og lóðar í samræmi við framlögð gögn.
Synjað þar sem umbeðnar breytingar uppfylla ekki ákvæði Byggingarreglugerðar, skráningarreglna og gildandi deiliskipulags svæðisins.