27. janúar 2009 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fræðsludagur 2009200901769
Skólafulltrúi fór yfir dagskrá fræðsludags Skólaskrifstofu fyrir leik- og grunnskóla bæjarins. Fræðsludagurinn verður haldinn föstudaginn 30. janúar í Lágfellsskóla.
2. Forvarnir í grunnskólum.200901775
Óskað hefur verið eftir umfjöllun um stöðu forvarna varðandi eineltismál í grunnskólum.
%0D%0DFjallað var um forvarnir og viðbragðsáætlanir. Fræðslunefnd óskar eftir yfirliti yfir forvarnarverkefni og viðbragðsáætlanir vegna eineltis og áfalla í leik- og grunnskólum. Einnig er óskað eftir yfirliti yfir upplýsingaferla vegna nemenda með sérþarfir, m.a. þegar einstaklingar færast á milli árganga.
3. Mötuneytismál í grunnskólum200901774
Óskað hefur verið eftir umfjöllun vegna tíðra athugasemda um verðlag á ávaxtabita.
Til umræðu.
4. Stefnumótun á sviðum200810064
%0DLögð fram samþykkt bæjarráðs um stefnumótun málaflokka.
5. Skólastefna Mosfellsbæjar - endurskoðun200901761
%0DLagt var fram minnisblað með tillögum um leiðir að endurskoðun. Fram kom hugmynd um að halda skólaþing um nýja skólastefnu fyrir Mosfellsbæ. Niðurstaða þess þings verði nýtt í endurskoðun núverandi skólastefnu.
6. Áætlun um fundi fræðslunefndar fram á vor200901773
%0D%0DFundir verða að öðru óbreyttu á þriðjudögum í vikunni á milli bæjarstjórnarfunda.