31. maí 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) vara áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vinaliðaverkefni og lokaverkefni.201605293
Kynning á Vinaliðaverkefni í Lágafellsskóla svo og á lokaverkefnum 10. bekkja skólans.
Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna og lýsir ánægju sinni með mjög gott og árangursríkt starf innan skólans.
Gestir
- Ágústa Andrésdóttir
- Arnór Snær Guðmundsson
3. Innkaup á skólavörum2015082225
Ábending frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ.201604031
Bæjarráð vísaði drögum að lögreglusamþykkt til umsagnar fræðslunefndar.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög að lögreglusamþykkt. Fræðslusvið kynni drögin fyrir stofnunum á fræðslu- og frístundasviði.