26. nóvember 2012 kl. 15:10,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Flugumýri 20, loftnet á hús vegna þjónustu Nova201211227
Nova ehf Lágmúla 9 108 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp fjarskiptaloftnet á húsið nr. 20 við Flugumýri samkvæmt framlögðum gögnum.
Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda hússins.
Samþykkt.2. Stórikriki 23, umsókn um byggingarleyfi201211031
Planki ehf. Bugðutanga 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 23 við Stórakrika samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: Íbúðarhluti 176,7 m2, bílgeymsla 35,1 m2, samtals 834,2 m3.
Samþykkt.3. Stórikriki 48, leyfi fyrir vinnustofu á neðri hæð201202162
Guðríður Olga Einarsdóttir Stórakrika 48 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að innrétta 23,5 m2 vinnustofu á neðri hæð hússins að Stórakrika 48 samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Skipulagsnefnd fjallaði um málið og grenndarkynnti og barst ein athugasemd sem nefndin fól skipulagsfulltrúa að svara. Jafnframt samþykkti nefndin á fundi sínum þann 15.05.2012 "að gera ekki athugasemdir við að leyfi verði veitt fyrir breyttri notkun húsnæðisins".
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.