25. janúar 2017 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Desjamýri 3/Umsókn um byggingarleyfi201607094
Desjamýri 3 ehf. Lækjargötu 2 sækir um leyfi til að byggja úr stáli og yleiningum iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 3 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð 1827,3 m2, efri hæð 283,0 m2, 8597,1 m3.
Samþykkt.
2. Desjamýri 8/Umsókn um byggingarleyfi201609418
Víghóll ehf. Áslandi 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr stáli og yleiningum iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 8 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð 1293,5 m2, efri hæð 606,2 m2, 9862,6 m3.
Samþykkt.
3. Klapparhlíð 22/Umsókn um byggingarleyfi201701205
Sölvi M Egilsson Klapparhlíð 22 sækir um leyfi til að byggja úr gleri svalalokanir við fjöleignahúsið nr. 22 við Klapparhlíð í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt.
4. Leirvogstunga 18, Umsókn um byggingarleyfi201612356
Helgi Þór Guðjónsson Asparási 4 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 172,4 m2, bílgeymsla 48,6 m2, 839,2 m3.
Samþykkt.
5. Suður-Reykir 5/Umsókn um byggingarleyfi201701141
Jón M Jónsson Suður Reykjum 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvö ný varphús, tengibyggingu og aðstöðuhús í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Matshluti 4, aðstöðubygging 148,2 m2, 577,2 m2, tengigangur 126,0 m2, 346,5 m3, Matshluti 7, 477,0 m2, 2073,5 m3. Matshluti 8, 477,0 m2, 2073,5 m3.
Samþykkt.