29. apríl 2014 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Erna Reynisdóttir 3. varamaður
- Fjalar Freyr Einarsson áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
- Óskar Grímur Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elísabet S Valdimarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Atli Guðlaugsson fræðslusvið
- Daði Þór Einarsson fræðslusvið
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) fræðslusvið
- Jóhanna S Hermannsdóttir fræðslusvið
- Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) fræðslusvið
- Gyða Vigfúsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skóladagatöl 2014-2015201402023
Skóladagatöl Listaskóla og Skólahljómsveitar lögð fram til staðfestingar.
Á fundinn mættu stjórnendur Skólahljómsveitar og Listaskóla og kynntu skóladagatölin.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framlögð skóladagatöl Listaskóla og Skólahljómsveitar.
2. Starfsáætlanir leikskóla 2015201404266
Starfsáætlanir leikskóla Mosfellsbæjar vegna starfsársins 2014 - 2015 lagðar fram til staðfestingar.
Leikskólastjórar leikskóla Mosfellsbæjar fóru yfir starfsáætlanir fyrir hvern og einn leikskóla.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta starfsáætlanir leikskólanna.
3. Könnun á starfsemi frístundaheimila201404254
Lagt fram til upplýsinga. Jafnframt kynntur morgunverðarfundur sem haldinn verður 12. maí og farið yfir fjölda nemenda í grunnskólum Mosfellsbæjar sem nýtir frístundasel vorið 2014.
Lagt fram. Morgunverðarfundur um niðurstöðu könnunarinnar kynntur.
4. Höfðaberg - Útibú Lágafellsskóla við Æðarhöfða fyrir 5 - 7 ára börn.201404290
Lagt fram til kynningar minnisblað um stöðu undirbúnings fyrir stofnun útibús að Höfðabergi.
Á fundinn mættu stýrimenn útibúsins Höfðabergs, sem er útibú Lágafellsskóla fyrir 5 til 7 ára börn við Æðarhöfða.