Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. október 2013 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Lækj­ar­tangi í landi Mið­dals, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201310136

    Tómas Gunnarsson Bleikjukvísl 1 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa núverandi sumarbústað landnr. 125186 í Miðdalslandi og byggja á sama stað nýjan bústað úr timbri samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð gamla bústaðarins: 32,7 m2, 135,0 m3. Stærð nýja bústaðarins: 49,1 m2, 203,3 m3.

    Bygg­inga­full­trúi frest­ar af­greiðslu máls­ins og ósk­ar eft­ir áliti skipu­lags­nefnd­ar hvort um­sókn­in er inn­an ramma skipu­lags á svæð­inu.

    • 2. Spóa­höfði 17, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201310140

      Jónas Árnason Spóahöfða 17 sækir um leyfi til að innrétta 11,1 m2 eins manns vinnuaðstöðu fyrir hárgreiðslu í húsinu að Spóahöfða 17 samkvæmt framlögðum gögnum. Heildarstærðir húss breytast ekki. Skipulagsnefnd hefur grenndarkynnt erindið en engar athugasemdir bárust.

      Sam­þykkt.

      • 3. Uglugata 56-58, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201310063

        Kristján Örn Jónsson Barðavogi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða,fjögurra íbúða hús úr steinsteypu með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 56 - 58 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss : 1. hæð 353,9 m2, 2. hæð 301,6 m2, samtals 2118,8 m3.

        Sam­þykkt.

        • 4. Völu­teig­ur 8, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201309295

          Bílapartasalan ehf og Gunnlaugur Bjarnason Lækjartúni 13 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að reisa 2 metra háa netgirðingu á hluta lóðarmarka lóðarinnar nr. 8 við Völuteig í samræmi við framlögð gögn. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemdir við afgreiðslu málsins.

          Sam­þykkt.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00