25. október 2013 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lækjartangi í landi Miðdals, umsókn um byggingarleyfi201310136
Tómas Gunnarsson Bleikjukvísl 1 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa núverandi sumarbústað landnr. 125186 í Miðdalslandi og byggja á sama stað nýjan bústað úr timbri samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð gamla bústaðarins: 32,7 m2, 135,0 m3. Stærð nýja bústaðarins: 49,1 m2, 203,3 m3.
Byggingafulltrúi frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir áliti skipulagsnefndar hvort umsóknin er innan ramma skipulags á svæðinu.
2. Spóahöfði 17, umsókn um byggingarleyfi201310140
Jónas Árnason Spóahöfða 17 sækir um leyfi til að innrétta 11,1 m2 eins manns vinnuaðstöðu fyrir hárgreiðslu í húsinu að Spóahöfða 17 samkvæmt framlögðum gögnum. Heildarstærðir húss breytast ekki. Skipulagsnefnd hefur grenndarkynnt erindið en engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
3. Uglugata 56-58, umsókn um byggingarleyfi201310063
Kristján Örn Jónsson Barðavogi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða,fjögurra íbúða hús úr steinsteypu með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 56 - 58 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss : 1. hæð 353,9 m2, 2. hæð 301,6 m2, samtals 2118,8 m3.
Samþykkt.
4. Völuteigur 8, umsókn um byggingarleyfi201309295
Bílapartasalan ehf og Gunnlaugur Bjarnason Lækjartúni 13 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að reisa 2 metra háa netgirðingu á hluta lóðarmarka lóðarinnar nr. 8 við Völuteig í samræmi við framlögð gögn. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemdir við afgreiðslu málsins.
Samþykkt.