Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. september 2013 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Braut 123743, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201309227

    Herdís Þórisdóttir Æsustaðavegi 4 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta gluggum og gera smávægilegar innri fyrirkomulagsbreytingar á áður samþykktum uppdráttum fyrir óbyggt íbúðarhús að Æsustaðavegi 4 (Braut) samkvæmt framlögðum gögnum. Heildarstærðir hússins breytast ekki.

    Sam­þykkt

    • 2. Bræðra­tunga / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201309191

      Torfi Magnússon Baughúsi 17 Reykjavík sækir um leyfi til að endurbyggja úr steinsteypu húsið að Bræðratungu sem íbúðarhús samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð: 1. hæð 120,0 m2, 2. hæð 56,3 m2, samtals 532,2 m3.

      Sam­þykkt.

      • 3. Laxa­tunga 25, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201309156

        Haraldur Reynisson Laxatungu 25 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innri fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 25 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.

        Sam­þykkt.

        • 4. Lyng­brekka, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201309043

          Guðfinna Hjálmarsdóttir Hlíðarhjalla 45 Kópavogi sækir um leyfi fyrir reyndarteikningum, innrétta svefnloft og skriðkjallara með 180 cm lofthæð í sumarbústað sínum að Lyngbrekku í Miðdalslandi samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss: Skriðkjallari 74,5 m2, svefnloft 45,8 m2 145,3 m3.

          Frestað þar sem stærð­ir húss­ins rúm­ast ekki inn­an deili­skipu­lags lóð­ar­inn­ar en um­sækj­andi get­ur sótt um leyfi skipu­lags­nefnd­ar til að breyta því.

          • 5. Lyng­hóll 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201309299

            Vigdís Magnúsdóttir Sóleyjarima 71 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað sinn í Lynghólslandi samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun bústaðs 44,2 m2, 155,0 m3. Stærð bústaðs eftir breytingu 91,4 m2, 301,8 m3.

            Sam­þykkt.

            • 6. Lækj­ar­hlíð 1, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201309242

              Mosfellsbær Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja tvær færanlegar kennslustofur úr timbri, matshluta 13 og 14, á skólalóðinni að Lækjarhlíð 1 samkvæmt framlögðum uppdráttum. Staðsetning kennslustofanna er innan ramma deiliskipulags lóðarinnar. Stærð hvorrar stofu er 83,6 m2, 328,7 m3.

              Sam­þykkt.

              • 7. Reykja­hvoll 33, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201306156

                Guðmundur Borgarsson ehf. sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 33 við Reykjahvol samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð: Bílgeymsla 54,3 m2, íbúð 1. hæð 88,2 m2, 2. hæð 177,7 m2, samtals 1096,2 m3.

                Sam­þykkt.

                • 8. Stórikriki 33, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201309362

                  Óðinn fasteignafélag Sigtúni 3 Selfossi sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu áðursamþykkt einbýlishús að Stórakrika 33. Stækkun 36,3 m2, 127,0 m3. Stærð húss eftir breytingu, íbúð 201,7 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtals 856,6 m3.

                  Sam­þykkt.

                  • 9. Svölu­höfði 9, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201309228

                    Jón Kalmann Stefánsson Svöluhöfða 9 Mosfellsbæ sækir um að breyta innra skipulagi vinnustofu, aðkomu að geymslu og staðsetningu á inntaki veitna samkvæmt framlögðum gögnum. Heildarstærðir hússins breytast ekki.

                    Sam­þykkt, enda greiði um­sækj­andi hita- og vatns­veitu Mos­fells­bæj­ar kostn­að vegna lagna­breyt­inga á henn­ar veg­um.

                    • 10. Tungu­veg­ur, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201309231

                      Mosfellsbær Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja steyptar brýr og undirgöng við Skeiðholt, Varmá og Köldukvísl samkvæmt framlögðum gögnum.

                      Sam­þykkt.

                      • 11. Úr landi Minna- Mos­fells (Vill­an),um­sókn um að rífa hús­ið201309264

                        Anna Steinarsdóttir Brekkukoti Mosfellsbæ og Magnús Steinarsson Þverholti 30 Reykjavík sækja um leyfi til að rífa sumarhúsið Villuna sem stendur á Bakkakotsvelli.

                        Sam­þykkt.

                        • 12. Völu­teig­ur 8, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201309295

                          Bílapartasalan ehf og Gunnlaugur Bjarnason Lækjartúni 13 Mos. sækja um leyfi til að reisa 2 metra háa netgirðingu á lóðarmörkum hluta lóðarinnar að Völuteigi 8 samkvæmt framlögðum gögnum.

                          Bygg­inga­full­trúi frest­ar af­greiðslu máls­ins og ósk­ar eft­ir af­stöðu skipu­lags­nefnd­ar hvort um­sókn­in sam­ræm­ist deili­skipu­lagi svæð­is­ins.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00