27. maí 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Samþykkt að taka á dagskrá sem síðasta dagskrárlið erindi Hafmeyja nr. 201005236.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áframhaldandi nýting lands í Reykjahlíð í Mosfellsdal200906103
Til máls tóku: HS, HSv, MM, SÓJ, JS og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að gera tímabundinn leigusamning um nýtingu lands í Reykjahlíð í samræmi við framlögð gögn.
2. Erindi Alþingis vegna umsagnar um samgönguáætlun 2009-2012201005019
Áður á dagskrá 979. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Umsögnin er hjálögð.
Til máls tóku: HS, HSv, MM, JS og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda framlagða umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um samgönguáætlun 2009-2012 til Alþingis.
3. Sorpa bs. ársreikningur 2009201005146
Ársreikningurinn lagður fram.
4. Framlenging á launalausu leyfi201005170
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita launalaust leyfi skólaárið 2010-2011 í samræmi við framlögð gögn.
5. Erindi Samkeppnisráðs varðandi þjónustusamning Mosfellsbæjar við dagforeldra201005187
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.
6. Erindi Hafmeyja varðandi lögblinda201005236
Til máls tóku: HS, MM, HSv, MM og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar.