24. október 2018 kl. 16:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Rauðmýri 11, Umsókn um byggingarleyfi201810154
Finnur Einarsson, kt. 151072-3809, Rauðamýri 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að bæta við þakglugga yfir baðherbergi íbúðarhúss á lóðinni Rauðamýri nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
2. Sumarhús við Hafravatn, Umsókn um byggingarleyfi201809189
Bryndís Hanna Eiríksdóttir og Kristinn Franz Eiríksson sækja um leyfi til að byggja við núverandi frístundahús viðbyggingu úr timbri á lóð við Hafravatn, landnr. 125627, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Viðbygging 17,0 m², 34,1 m³
Samþykkt.
3. Brattahlíð 23, Umsókn um byggingarleyfi2018083826
B&K kt.680113-1570 Flétturima 10, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri, einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Brattahlíð 23, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: íbúð 208,0 m², bílgeymsla 31,3 m². Rúmmál 697,485 m³
Samþykkt.