Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. október 2014 kl. 08:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hraðastaða­veg­ur 5 - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201410290

    Hlynur Þórisson Hraðastaðavegi 5 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útliti, fyrirkomulagi, burðarvirki og efnisvali áðursamþykkts hesthúss og vélageymslu að Hraðastaðavegi 5 í samræmi við framlögð gögn. Húsið verði nú byggt úr stálgrind klætt með PUR stálsamlokueiningum. Stærð húss: 419,7 m2, 2109,4 m3.

    Sam­þykkt.

    • 2. Kvísl­artunga 66, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201409350

      Sigmundur Hávarðsson Norðurbraut 22 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr á lóðinni nr. 66 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss: Bílageymsla 44,3 m2, íbúð 1. hæð 91,6 m2, íbúð 2. hæð 96,7 m2, alls 964,9 m3.

      Bygg­ing­ar­full­trúi vís­ar um­sókn­inni til með­ferð­ar í skipu­lags­nefnd m.t.t. þess hvort færsla húss­ins um 0,5 m m.v. bygg­ing­ar­reit geti fall­ið und­ir 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga um óveru­legt frá­vik.

      • 3. Merkja­teig­ur 8, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201405373

        Stefán Þórisson Merkjateigi 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu húsið nr. 8 við Merkjateig í samræmi við framlögð gögn. Málið hefur verið grenndarkynnt en engin athugasemd barst. Stærð viðbyggingar: Neðri hæð 14,4 m2, efri hæð 11,5 m2, samtals 71,7 m3.

        Sam­þykkt.

        • 4. Uglugata 48-50 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201410241

          AH verktakar ehf Vesturási 48 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum fjögurra íbúða tveggja hæða fjöleignahús og sambyggða bílgeymslu á lóðinni nr. 48 - 50 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð : Bílgeymsla 57,4 m2, íbúðir og geymslur 1. hæð 223,0 m2, íbúðir 2. hæð 223,6 m2, samtals 1553,3 m3.

          Sam­þykkt.

          • 5. Í Úlfars­fellslandi 125505, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201410308

            Guðrún H Ragnarsdóttir Klausturhvammi 36 Hafnarfirði sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað sinn í landi Úlfarsfells samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun bústaðs 16,4 m2, 97,7 m3, stærð bústaðs eftir breytingu 68,7 m2, 276,7 m3.

            Bygg­inga­full­trúi vís­ar um­sókn­inni til með­ferð­ar skipu­lags­nefnd­ar með vís­an í 44. gr. skipu­lagslaga.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.