24. júní 2014 kl. 08:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Árni Ísberg embættismaður
- Árni Davíðsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gerplustræti 16 - 24, umsókn um byggingarleyfi201405256
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja þriggja hæða 8 íbúða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð húss nr. 16: 1. hæð 296,7 m2, 2. hæð 260,4 m2, 3. hæð 260,4 m2, samtals 2550,6 m3.
Samþykkt
2. Reykjadalur 2, umsókn um byggingarleyfi201405076
Bára Sigurðardóttir Engjavegi 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið í Reykjadal 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina. Stækkun húss 182,6 m2, 517,7 m3. Stærð húss eftir breytingu 262,7 m2, 832,3 m3.
Samþykkt
3. Uglugata 64, umsókn um byggingarleyfi201405237
Þorvaldur Einarsson Berjarima 24 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 64 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss: Íbúðarhús 242,6 m2, bílgeymsla 44,7 m2, samtals 1232,5 m3.
Samþykkt
4. Æðarhöfði 2, umsókn um byggingarleyfi201406180
Mosfellsbær Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja færanlegar skólastofur og tengibyggingar úr timbri á lóðinni nr. 2 við Æðarhöfða samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð: Matshluti 2, tengibygging 273,8m2, kennslustofa nr.13, 87,1 m2, kemmslustofa nr.14, 87,1 m2, kennslustofa nr.7, 80,9 m2, kennslustofa nr.11, 80,9 m2, kennslustofa nr.12, 80,9 m2, samtals 2237,5 m3. Matshluti 3, kennarastofa 104,5 m2, 314,0 m3.
Samþykkt.