26. september 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gatnagerð Reykjahvoli og Bjargslundi200607122
Varðandi framkvæmdir við Reykjahvol.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út gatnagerðar við Reykjahvol í samræmi við svokallaða B leið.
2. Hlégarður - endurbætur201206021
Um er að ræða ósk um heimild til samningagerðar í kjölfar útboðs á ytra byrði Hlégarðs, en fyrirhugað er að skipta um glugga í húsinu og klæða húsið með Ímúr-klæðningu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Einar Pé og Kó. slf. um ytra byrði á Hlégarði.
3. Framkvæmdir 2013201305069
Um er að ræða yfirlit vegna framkvæmda árið 2013.
Jóhanna B Hansen framkvæmdastjóri fór yfir og útskýrði framkvæmdir á vegum bæjarins á árini 2013. Erindið lagt fram.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að efla leigumarkað201309297
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi, 40. mál.
Erindið lagt fram.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi201309370
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 37. mál.
Erindið lagt fram.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktunartillögu um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum201309426
Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktunartillögu um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 44. mál.
Erindið lagt fram.