23. júlí 2018 kl. 15:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjargartangi 4, Umsókn um byggingarleyfi/fyrirspurn201807057
Ægir Ægisson kt. 1712804519, Bjargartanga 4, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu bílgeymslu á lóðinni Bjargartangi nr.4, í samræmi við framlögð gögn.
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
2. Kvíslartunga 28, Umsókn um byggingarleyfi201807130
Fylkir ehf. kt. 5401693229, Grensásvegur 50 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Kvíslartunga nr. 28, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1. hæð íbúð 209,8m², 2. hæð íbúð 181,9m², bílgeymsla 27,5m², 1140,374m³.
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
3. Lundur, Umsókn um byggingarleyfi201806269
Laufskálar Fasteignafélag ehf. kt. 7012160750, Lambhagavegur 23 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr stáli og gleri atvinnuhúsnæði á lóðinni Lundur landnr. 123710, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Gróðurhús 6.613,6m², 33.785,695m³.
Samþykkt.