22. mars 2018 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Nína Rós Ísberg aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Opinn fundur umhverfisnefndar um umhverfisstefnu Mosfellsbæjar haldinn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar 22. mars 2018
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar stóð fyrir opnum fundi um umhverfisstefnu Mosfellsbæjar í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar þann 22. mars s.l.
Í ljósi þess að Staðardagskrá 21 hefur runnið sitt skeið var ákveðið að hefja þegar endurskoðun á umhverfisstefnu Mosfellsbæjar með hliðsjón af nýjum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar hefur stýrt vinnu við nýja umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ og af því tilefni var ákveðið að leita eftir tillögum frá íbúum við að móta stefnuna. Íbúar voru hvattir til þess að segja sína skoðun á því hverjar áherslur Mosfellsbæjar ættu að vera í málum eins og skógrækt, landgræðslu, vistvænum samgöngum, útivist sorpmálum og náttúruvernd.Mæting var góð og voru um 40 manns þar samankomin til að segja sína skoðun og hafa áhrif á umhverfisstefnuna.
Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari hélst stutt erindi um mikilvægi náttúru og heilsueflandi samfélags, og að því loknu stýrði Sævar Kristinsson ráðgjafi KPMG vinnuhópum þar sem íbúar settu fram sínar hugmyndir.
Unnið var með 7 þema:
1. Skógrækt og landgræðsla
2. Sorphirða, endurvinnsla, neysla, græn innkaup
3. Mengun, hávaði, samgöngur og loftgæði
4. Útivist og lýðheilsa
5. Náttúruvernd og vatnsvernd
6. Umhverfisfræðsla
7. Aðrar góðar hugmyndirMargvísar ábendingar og hugmyndir komu fram á fundinum, og mál þar t.d. nefnda mikilvægi útivistarsvæða, verndun fallegrar náttúru og menningarminja, og aukið samstarf ólíkra þátta til að binda betur saman útivistarmöguleika íbúa, t.d. milli Skógræktarfélags Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Sævar mun taka saman þær hugmyndir og tillögur íbúa sem fram komu á fundinum og senda umhverfisnefnd til nánari úrvinnslu.