Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. mars 2018 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
  • Nína Rós Ísberg aðalmaður
  • Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. End­ur­skoð­un á um­hverf­is­stefnu fyr­ir Mos­fells­bæ201710064

    Opinn fundur umhverfisnefndar um umhverfisstefnu Mosfellsbæjar haldinn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar 22. mars 2018

    Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar stóð fyr­ir opn­um fundi um um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar í Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar þann 22. mars s.l.
    Í ljósi þess að Stað­ar­dagskrá 21 hef­ur runn­ið sitt skeið var ákveð­ið að hefja þeg­ar end­ur­skoð­un á um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar með hlið­sjón af nýj­um heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un.
    Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar hef­ur stýrt vinnu við nýja um­hverf­is­stefnu fyr­ir Mos­fells­bæ og af því til­efni var ákveð­ið að leita eft­ir til­lög­um frá íbú­um við að móta stefn­una. Íbú­ar voru hvatt­ir til þess að segja sína skoð­un á því hverj­ar áhersl­ur Mos­fells­bæj­ar ættu að vera í mál­um eins og skógrækt, land­græðslu, vist­væn­um sam­göng­um, úti­vist sorp­mál­um og nátt­úru­vernd.

    Mæt­ing var góð og voru um 40 manns þar sam­an­komin til að segja sína skoð­un og hafa áhrif á um­hverf­is­stefn­una.
    Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir pólfari hélst stutt er­indi um mik­il­vægi nátt­úru og heilsu­efl­andi sam­fé­lags, og að því loknu stýrði Sæv­ar Krist­ins­son ráð­gjafi KPMG vinnu­hóp­um þar sem íbú­ar settu fram sín­ar hug­mynd­ir.
    Unn­ið var með 7 þema:
    1. Skógrækt og land­græðsla
    2. Sorp­hirða, end­ur­vinnsla, neysla, græn inn­kaup
    3. Meng­un, há­vaði, sam­göng­ur og loft­gæði
    4. Úti­vist og lýð­heilsa
    5. Nátt­úru­vernd og vatns­vernd
    6. Um­hverf­is­fræðsla
    7. Að­r­ar góð­ar hug­mynd­ir

    Marg­vís­ar ábend­ing­ar og hug­mynd­ir komu fram á fund­in­um, og mál þar t.d. nefnda mik­il­vægi úti­vist­ar­svæða, vernd­un fal­legr­ar nátt­úru og menn­ing­ar­minja, og auk­ið sam­st­arf ólíkra þátta til að binda bet­ur sam­an úti­vist­ar­mögu­leika íbúa, t.d. milli Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar og Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar.

    Sæv­ar mun taka sam­an þær hug­mynd­ir og til­lög­ur íbúa sem fram komu á fund­in­um og senda um­hverf­is­nefnd til nán­ari úr­vinnslu.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00