23. maí 2017 kl. 08:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gerplustræti 14/umsókn um byggingarl Helgafellsskóli201702127
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu skólahúsnæði á lóðinni nr. 14 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð 2583,2 m2, 2. hæð 1474,1 m2, 17064,2 m3.
Samþykkt.
2. Hagi úr landi Miðdals, Umsókn um byggingarleyfi201705041
Eggert Jóhannsson Skólavörðustíg 38 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja frístundahús úr timbri í landi Miðdals lnr. 219987 í samræmi við framlögð gögn. Stærð 79,7 m2, 278,2 m3.
Samþykkt.
3. Laxatunga 41 / Fyrirspurn201705005
Kristján Ásgeirsson Básenda 7 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu niðurgrafna bílgeymslu á lóðinni nr. 41 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð 67,5 m2,211,5 m3.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar þar sem fyrirhuguð bílgeymsla nær 380 cm út fyrir byggingarreit.
4. Leirvogstunga 24, Umsókn um byggingarleyfi201705236
Björgvin Jónsson Leirvogstungu 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 24 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn. 1. hæð íbúð 54,6 m2, bílgeymsla 50,0 m2, 2.hæð íbúð 232,5 m2, 1211,0 m3.
Samþykkt.
5. Sölkugata 6, Umsókn um byggingarleyfi201703409
Pétur K Kristinsson Blikahöfða 12 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með sambyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 6 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð, íbúð 188,8 m2, bílgeymsla 38,4 m2, 855,1 m3.
Samþykkt.
6. Suður-Reykir, lóð nr. 8 lnr. 218499, umsókn um byggingarleyfi201502384
Guðmundur Jónsson Reykjum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta núverandi pökkunarhúsi úr timbri í íbúðarhús og núverandi geymslu í hesthús í samræmi við framlögð gögn. Stærð íbúðarhúss 104,4 m2, 376,0 m3, hesthús 60,0 m2, 199,5 m3. Genndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir borist.
Samþykkt.
7. Sölkugata1-3, Umsókn um byggingarleyfi201705217
HJS ehf. Reykjabyggð 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum fyrirkomulagsbreytingum á húsunum nr. 1 og 3 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húsa breytast ekki.
Samþykkt.
8. Tjaldanes, Umsókn um byggingarleyfi201705224
Fylkir ehf. Dugguvogi 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri gistiskála G1, G2, G3 og G4 í Tjaldanesi í samræmi við framlögð gögn. Stærð G1 173,9 m2, 615,9 m3. Stærð G2 173,9 m2, 615,9 m3. Stærð G3 173,9 m2, 615,9 m3. Stærð G4 173,9 m2, 615,9 m3.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem landið Tjaldanes er ódeiliskipulagt.
9. Úlfarfellsland, 175427, Umsókn um byggingarleyfi201702244
Claudia Georgsdóttir Langholtsvegi 108 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja frístundahús úr timbri í landi Úlfarsfells landnr. 175427 í samræmi við framlögð gögn. stærð 68,8 m2, 248,1 m3. Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir borist.
Samþykkt.
10. Vogatunga 84-86, Umsókn um byggingarleyfi201705057
Gunnar Víðisson Klettatúni 17 Akureyri sækir um leyfi fyrir smávægilegum innri fyrirkomulagsbreytingum hússins nr. 86 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.