23. mars 2017 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ásland 9/Umsókn um byggingarleyfi201701245
Andrés Gunnarsson Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og bílgeymslu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð 98,8 m2, aukaíbúð 77,5 m2, 2. hæð 147,4 m2, bílgeymsla 29,0 m2, 1119,4 m3.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna aukaíbúðar.
2. Desjamýri 10, Umsókn um byggingarleyfi201703282
Eldey invest ehf. Þrastarhöfða 16 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og forsteyptum einingum atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 10 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Kjallari 583,7 m2, 1. hæð 1500,0 m2, 2. hæð 239,2 m2, 12973,8 m3
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna nýtingarhlutfalls og beiðni um leyfi til að víkja frá bundinni byggingarlínu.
3. Laxatunga 46-54, Umsókn um byggingarleyfi201612270
Þ4ehf. Hlíðarsmára 2 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 46,48,50,52 og 54 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Nr.46 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla / geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2 707,0 m3. Nr.48 1. hæð íbúð 67,1 m2, bílgeymsla / geymsla 38,1 m2, 2. hæð 105,2 m2 709,0 m3. Nr.50 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla / geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2 707,0 m3. Nr.52 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla / geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2 707,0 m3. Nr.54 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla / geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2 707,0 m3.
Samþykkt.
4. Snæfríðargata 3, Umsókn um byggingarleyfi201703004
Byggingafélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 5 íbúða fjölbýlishús á lóðinni nr. 1 - 9 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða hús sem verður nr.3 við Snæfríðargötu. Stærð: 1. hæð 261,3 m2, 2. hæð 261,3 m2, 1615,4 m3.
Samþykkt.
5. Snæfríðargata 18, Umsókn um byggingarleyfi201703360
Hákon Már Pétursson Áslandi 4A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Kjallari 34,2 m2, íbúð 1. hæð 196,6 m2, bílgeymsla 30,4 m2, 995,8 m3.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna skipulagsákvæða um tveggja hæða hús á lóðinni.
6. Vogatunga 56-60, Umsókn um byggingarleyfi201702304
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og forsteyptum einingum raðhús á lóðunum nr. 56,58 og 60 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: nr. 56 íbúð 125,3 m2,bílgeymsla / geymsla 35,0 m2, 670,7 m3. Nr. 58 kjallari 127,6 m2, íbúð 1. hæð 99,5 m2, bílgeymsla 27,7 m2, 912,9 m3. Nr. 60 kjallari 127,6 m2, íbúð 1. hæð 99,5 m2, bílgeymsla 27,7 m2, 912,9 m3.
Samþykkt.
7. Þverholt 9 / Umsókn um byggingarleyfi201703342
Hörður Baldvinsson Bugðutanga 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði 01.01 að Þverholti 9 í íbúð samkvæmt framlögðum gögnum. Heildarstærðir hússins breytast ekki. Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda vegna breytinganna.
Samþykkt.