23. febrúar 2017 kl. 17:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Álafossvegur 23, Umsókn um byggingarleyfi- breyting inni201702043
Ásdís Sigurþórsdóttir Álafossvegi 23 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að innrétta íbúðarrými og vinnustofu í rými 02.02.á 2.hæð hússins nr. 23 við Álafossveg í samræmi við framlögð gögn. Stærðir rýmis breytast ekki.
Samþykkt.
2. Ástu-Sólliljugata 11/Umsókn um byggingarleyfi201701251
Guðmundur M Helgason Miðstræti 12 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á lóðinni nr. 11 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð 206,4 m2, 2. hæð íbúð 158,9 m2, bílgeymsla 47,5 m2, 1477,6 m3.
Samþykkt.
3. Bugðufljót 7, Umsókn um byggingarleyfi201702113
Ab verk ehf. Víkurhvarfi 6 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr stáli og steinsteypu á lóðinni nr. 7 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn. Stærð 1. hæð 5006,5 m2, millipallur 1541,3 m2, skyggni 715,2 m2, 48763,3 m3.
Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um málið þar sem nýtingarhlutfall hússins er hærra en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi.
4. Flugumýri 26, Umsókn um byggingarleyfi, girðing201702210
Fagverktakar Spóahöfða 18 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að setja upp skjólgirðingar á suður- og vesturhluta lóðarinnar nr. 26 við Flugumýri í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki umráðenda aðliggjandi lóða.
Samþykkt.
5. Laxatunga 36-44, Umsókn um byggingarleyfi201612268
Þ4 ehf. Hlíðarsmára 2 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr.36,38,40,42 og 44 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Nr. 36, 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla/geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2, 707,0 m3. Nr. 38, 1. hæð íbúð 67,1 m2, bílgeymsla/geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2, 709,0 m3. Nr. 40, 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla/geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2, 707,0 m3. Nr. 42, 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla/geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2, 707,0 m3. Nr. 44, 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla/geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2, 707,0 m3.
Samþykkt.
6. Laxatunga 108-114, Umsókn um byggingarleyfi201702098
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulegsbreytingum í áðursamþykktum raðhúsum við Laxatungu 108-114 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húsanna breytast ekki.
Samþykkt.
7. Reykjahvoll 12.Umsókn um byggingarleyfi201702169
Lukasz Slazak Hvassaleiti 62 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 12 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
8. Uglugata 32-38/Umsókn um byggingarleyfi201701239
Byggingafélagið Hraunborgir Huldubraut 30 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja tvö fjöleignahús og bílakjallara úr steinsteypu á lóðinni nr. 32 - 38 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Í húsi nr. 32-34 eru 5 íbúðir og í húsi nr.36-38 eru 11 íbúðir. Stærðir: Nr. 36-36: Kjallari 193,7 m2, 1. hæð 419,1 m2, 2. hæð 421,2 m2, 3. hæð 421,2 m2, 4329,1 m3. Nr. 32-34: 1. hæð 377,1 m2, 2. hæð 396,0 m2, 2442,7 m3. Bílakjallari/sorpgeymsla 489,7 m2, 1468,8 m3.
Samþykkt.
9. Vindhóll/Umsókn um byggingarleyfi2016081942
Sigurdór Sigurðsson Lambaseli 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja tækjageymslu úr steinsteypu að Vindhóli í samræmi við framlögð gögn. Stærð 1. hæð 350,0 m2, 2. hæð 141,0 m2, 2221,8 m3.
Samþykkt.