23. desember 2016 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bergrúnargata 5 / umsókn um byggingarleyfi201612240
Bartosz Ryszard Knasiak Bergrúnargötu 5 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innri fyrirkomulagsbreytingum í íbúð 00.02 að Bergrúnargötu 5 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
2. Braut v. Æsustaðaveg,Umsókn um breytingu á byggingarleyfi201612100
Herdís Þórisdóttir Lúxemborg sækir um leyfi til að fjölga þakgluggum og breyta þaki millibyggingar áðursamþykkts einbýlishúss að Braut við Æsustaðaveg í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
3. Brúnás 12/Umsókn um byggingarleyfi201612021
Rebekka Ólafsdóttir Litlakrika 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og forsteyptum einingum tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 12 við Brúnás í samræmi við framlögð gögn. Stærð. 1. hæð 133,7 m2, 2. hæð íb. 89,4 m2, bílgeymsla / geymsla 44,3 m2, 943,1 m3.
Samþykkt.
4. Kvíslartunga 108-112 / umsókn um byggingarleyfi.201612213
Ástríkur ehf. Gvendargeisla 96 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 108, 110 og 112 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Nr.108, íbúð 205,8 m2,bílgeymsla 24,9 m2, 634,3 m3. Nr.110, íbúð 202,4 m2,bílgeymsla 24,5 m2, 634,7 m3. Nr.112, íbúð 205,4 m2,bílgeymsla 24,5 m2, 635,0 m3.
Samþykkt.