23. júní 2016 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Desjamýri 1 / Umsókn um byggingarleyfi201606220
Mótandi ehf. Jónsgeisla 11 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum að Desjamýri 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
2. Gerplustræti 31-37 - Byggingaleyfisumsókn201606030
Mannverk ehf. Hlíðarsmára 12 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 40 íbúða fjölbýlishús og bílakjallara á lóðinni nr. 31-37 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Bílakjallari/geymslur 1724,2 m2, 1. hæð 1189,5 m2, 2. hæð 1268,4 m2, 3. hæð 1268,4 m2, 4. hæð 1268,4 m2, 18140,7 m3.
Samþykkt.
3. Laxatunga 157/Umsókn um byggingarleyfi / breyting á innra skipulagi201606136
Óskar Arnarson Laxatungu 157 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 157 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss breytast ekki.
Samþykkt.
4. Laxatunga 143/Umsókn um byggingarleyfi201604200
Darri Már Grétarsson Fífuhvammi 17 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 143 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss. Íbúð 184,8 m2, bílgeymsla 39,8 m2, 751,9 m3. Á 415. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar 14. júní 2016, var neðangreint erindi tekið fyrir og svohljóðandi bókun gerð: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið og telur að það geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. um óverulegt frávik.
Samþykkt.
5. Leirvogstunga 24/Umsókn um byggingarleyfi201606187
Björgvin Jónsson Leirvogstungu 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 24 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Bílgeymsla neðri hæðar 50,0 m2, íbúðarrými neðri hæðar 54,6 m2, efri hæð 232,5 m2, 1211,0 m3. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir einnar hæðar húsi og aðkomu frá norður hlið lóðar og jafnframt nær bílgeymsla núverandi húss á lóðinni nr. 22 við Leirvogstungu inn á lóðina.
Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um málið.
6. Súluhöfði 15, umsókn um byggingarleyfi201606073
Ingvar Ormarsson Súluhöfða 15 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr álprófílum og gleri, sólskála við húsið nr. 15 við Súluhöfða í samræmi við framlögð gögn. Stærð sólskála 16,0 m2 38,0 m3.
Samþykkt.
7. Vogatunga 62-68 Umsókn um byggingarleyfi201507148
Húsbyggingar ehf. Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 62, 64, 66 og 68 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Nr. 62 íbúð 103,5 m2, bílgeymsla 26,2 m2, 555,1 m3. Nr. 64 íbúð 104,1 m2, bílgeymsla 26,2 m2, 557,9 m3. Nr. 66 íbúð 104,1 m2, bílgeymsla 26,2 m2, 557,9 m3. Nr. 68 íbúð 103,5 m2, bílgeymsla 26,2 m2, 555,1 m3.
Samþykkt.