25. júlí 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gatnagerð Reykjahvoli og Bjargslundi200607122
Varðandi gatnagerðargjöld við Reykjahvol.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjaldskyldar lóðir við Reykjahvol verði 23 talsins eins og lagt er til í minnisblaði framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs, en gjaldfrjálsar lóðir eru 9 talsins. Helgast gjaldfrelsi lóðanna 9 af því að þar er um að ræða elstu húsin á svæðinu frá því fyrir gildistöku gjaldskrár um gatnagerðargjald og er framkvæmdin í samræmi við það sem áður hefur verið gert á öðrum svæðum í bænum.
Fundargerðir til kynningar
2. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 231201307010F
Fundargerð 231. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram eins og einstök erindi bera með sér.
Fundargerð 231. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.
2.1. Blikastaðavegur 2, umsókn um byggingarleyfi 201306227
Mosfellsbær Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja færanlegar kennslustofur úr timbri á lóðinni nr. 2 við Blikastaðaveg samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð 341,0 m2, 1341,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1130. fundi bæjarráðs.
2.2. Skeljatangi 12, umsókn um byggingarleyfi 201307048
Bryndís Haraldsdóttir Skeljatanga 12 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Skeljatanga 12 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkunin er innan ramma breytts deilskipulags lóðarinnar.
Stækkun húss 75,7 m2, 333,2 m3.
Stærð húss eftir breytingu. Íbúðarrými 187,9 m2, bílgeymsla 33,0 m2, samtals 823,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1130. fundi bæjarráðs.