Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. júlí 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varamaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Gatna­gerð Reykja­hvoli og Bjarg­slundi200607122

    Varðandi gatnagerðargjöld við Reykjahvol.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gjald­skyld­ar lóð­ir við Reykja­hvol verði 23 tals­ins eins og lagt er til í minn­is­blaði fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs, en gjald­frjáls­ar lóð­ir eru 9 tals­ins. Helg­ast gjald­frelsi lóð­anna 9 af því að þar er um að ræða elstu hús­in á svæð­inu frá því fyr­ir gildis­töku gjald­skrár um gatna­gerð­ar­gjald og er fram­kvæmd­in í sam­ræmi við það sem áður hef­ur ver­ið gert á öðr­um svæð­um í bæn­um.

    Fundargerðir til kynningar

    • 2. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 231201307010F

      Fundargerð 231. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram eins og einstök erindi bera með sér.

      Fund­ar­gerð 231. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram.

      • 2.1. Blikastaða­veg­ur 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201306227

        Mos­fells­bær Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur úr timbri á lóð­inni nr. 2 við Blikastaða­veg sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
        Stærð 341,0 m2, 1341,1 m3.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 231. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1130. fundi bæj­ar­ráðs.

      • 2.2. Skelja­tangi 12, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201307048

        Bryndís Har­alds­dótt­ir Skelja­tanga 12 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri íbúð­ar­hús­ið að Skelja­tanga 12 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
        Stækk­un­in er inn­an ramma breytts deil­skipu­lags lóð­ar­inn­ar.
        Stækk­un húss 75,7 m2, 333,2 m3.
        Stærð húss eft­ir breyt­ingu. Íbúð­ar­rými 187,9 m2, bíl­geymsla 33,0 m2, sam­tals 823,2 m3.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 231. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1130. fundi bæj­ar­ráðs.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30