22. október 2015 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bugðufljót 21 - Umsókn um byggingarleyfi201510215
Ístak hf. Bugðufljóti 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að reisa / endurreisa 44 herbergja tveggja hæða vinnubúðir úr timbri á lóðinni nr. 21 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn. Stærð 1. hæð 448,2 m2, 2. hæð 447,7 m2, 2397,6 m3.
Samþykkt.
2. Efstaland 2-10 / Umsókn um byggingarleyfi201510193
Tonnatak ehf. Smáraflöt 6 Garðabæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum útlits og fyrirkomulagsbreytingum á húsunum nr. 2 - 10 við Efstaland í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húsa breytast ekki.
Samþykkt.
3. Efstaland 12-18 / Umsókn um byggingarleyfi201510273
Hæ ehf. Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að lækka skjólveggi á norð- vesturhlið húsanna nr. 12 - 18 við Efstaland úr 250 cm í 130cm. í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húsanna breytast ekki.
Samþykkt.
4. Flugumýri 18 / Umsókn um byggingarleyfi201510291
Útungun ehf. Reykjavegi 36 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri þvottaaðstöðu við austurenda hússins nr. 18 við Flugumýri í samræmi við framlögð gögn. Fyrir er áður samþykkt minni stækkun en hvorttveggja er utan byggingarreits. Stærð þvottaaðstöðu 34,51 m2.
Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.