Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. apríl 2015 kl. 15:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Björn Bjarnarson aðalmaður
  • Sigríður Ósk Sigurrósardóttir aðalmaður
  • Emilía Assa Jónsdóttir varamaður
  • Ísak Ólason aðalmaður
  • Anton Hugi Kjartansson aðalmaður
  • Steinunn Guðbrandsdóttir aðalmaður
  • Úlfar Darri Lúthersson aðalmaður
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fund­ur Ung­menna­ráðs Mos­fells­bæj­ar með bæj­ar­stjórn201002260

    Fundur ungmennaráðsins með bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

    Ung­mennaráð fund­aði með bæj­ar­stjórn og ræddi ýmis mál.
    Á fund­inn komu bæj­ar­full­trú­arn­ir Har­ald­ur Sverris­son, Bryndís Har­alds­dótt­ir, Sigrún Páls­dótt­ir, Bjarki Bjarna­son, Haf­steinn Páls­son, Theodór Kristjáns­son, Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son og Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir.

    1. Al­menn­ings­sam­göng­ur.
    Rætt um al­menn­ings­sam­göng­ur, bæði inn­an­bæjar og milli sveit­ar­fé­laga, til­rauna­verk­efni með ferða­manna­strætó sem var til stað­ar og mögu­lega upp­setn­ingu á bið­skýli við Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar.
    Al­menn­ings­sam­göng­ur eru mik­il­væg­ar fyr­ir ung­menni í íþrótt­um og tóm­stund­um í Mos­fells­bæ og legg­ur ung­mennaráð áherslu á að þær séu sem best­ar fyr­ir ung­menni í Mos­fells­bæ.

    2. Lýs­ing reið­leiða og göngu­stíga.
    Rætt um lýs­ing­ar göngu­leiða og reið­leiða, s.s. reið­leið­in frá hest­húsa­hverf­inu yfir í Leir­vogstungu og við göngu­brú milli mið­bæj­ar og Krika­hverf­is.
    Mis­mun­andi sjón­ar­mið hafa ver­ið uppi um lýs­ingu reið­leiða við Leir­vogstungu, þar sem íbú­ar vilja marg­ir hverj­ir ekki fá lýs­ingu á með­an hesta­menn eru fylgj­andi slíkri lýs­ingu.
    Bæj­ar­yf­ir­völd ósk­uðu eft­ir ábend­ing­um frá ung­menna­ráði um um­ferðarör­ygg­is­mál í Mos­fells­bæ þar sem slík vinna er nú í gangi hjá Mos­fells­bæ.

    3. Þátttaka ung­menna­ráðs í ung­menna­ráð­stefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýð­ræði.
    Björn Bjarn­ar­son og Em­il­ía Jóns­dótt­ir kynntu ráð­stefnu á Stykk­is­hólmi sem þau sóttu fyr­ir hönd ung­menna­ráðs 25.-27. mars s.l.

    4. Um­ræða um hug­mynd­ir ung­menna­ráðs um op­inn fund.
    Rætt um að vekja megi meiri áhuga ung­menna á þátt­töku í ung­menna­ráði og auka sýni­leika ráðs­ins.
    Ung­mennaráð lagði til á 27. fundi sín­um þann 11. fe­brú­ar að hald­inn yrði op­inn fund­ur ung­menna­ráðs til að auka sýni­leika þess gagn­vart ung­menn­um í Mos­fells­bæ. Nú er unn­ið að und­ir­bún­ingi slíks fund­ar og til­laga um að fund­ur­inn verði hald­inn í Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar 6. maí n.k.
    Rætt um að til að op­inn fund­ur ung­menna­ráðs myndi ná til sem flestra ung­menna þyrfti mál­efni til um­ræðu að vera áhuga­verð fyr­ir ung­menni í Mos­fells­bæ, s.s. varð­andi byggi­ingu yf­ir­byggðs sparkvall­ar á íþrótta­svæð­inu við Varmá.
    Spurn­ing hvort kynn­ing á ung­menna­ráði í gegn­um kynn­ing­ar­mynd­band myndi skila góð­um ár­angri.
    Ung­mennaráð tel­ur að gott væri ef fleiri mál­um yrði vísað til ung­menna­ráðs frá öðr­um nefnd­um.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.