22. apríl 2015 kl. 15:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Björn Bjarnarson aðalmaður
- Sigríður Ósk Sigurrósardóttir aðalmaður
- Emilía Assa Jónsdóttir varamaður
- Ísak Ólason aðalmaður
- Anton Hugi Kjartansson aðalmaður
- Steinunn Guðbrandsdóttir aðalmaður
- Úlfar Darri Lúthersson aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með bæjarstjórn201002260
Fundur ungmennaráðsins með bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn og ræddi ýmis mál.
Á fundinn komu bæjarfulltrúarnir Haraldur Sverrisson, Bryndís Haraldsdóttir, Sigrún Pálsdóttir, Bjarki Bjarnason, Hafsteinn Pálsson, Theodór Kristjánsson, Ólafur Ingi Óskarsson og Anna Sigríður Guðnadóttir.1. Almenningssamgöngur.
Rætt um almenningssamgöngur, bæði innanbæjar og milli sveitarfélaga, tilraunaverkefni með ferðamannastrætó sem var til staðar og mögulega uppsetningu á biðskýli við Framhaldsskóla Mosfellsbæjar.
Almenningssamgöngur eru mikilvægar fyrir ungmenni í íþróttum og tómstundum í Mosfellsbæ og leggur ungmennaráð áherslu á að þær séu sem bestar fyrir ungmenni í Mosfellsbæ.
2. Lýsing reiðleiða og göngustíga.
Rætt um lýsingar gönguleiða og reiðleiða, s.s. reiðleiðin frá hesthúsahverfinu yfir í Leirvogstungu og við göngubrú milli miðbæjar og Krikahverfis.
Mismunandi sjónarmið hafa verið uppi um lýsingu reiðleiða við Leirvogstungu, þar sem íbúar vilja margir hverjir ekki fá lýsingu á meðan hestamenn eru fylgjandi slíkri lýsingu.
Bæjaryfirvöld óskuðu eftir ábendingum frá ungmennaráði um umferðaröryggismál í Mosfellsbæ þar sem slík vinna er nú í gangi hjá Mosfellsbæ.3. Þátttaka ungmennaráðs í ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði.
Björn Bjarnarson og Emilía Jónsdóttir kynntu ráðstefnu á Stykkishólmi sem þau sóttu fyrir hönd ungmennaráðs 25.-27. mars s.l.4. Umræða um hugmyndir ungmennaráðs um opinn fund.
Rætt um að vekja megi meiri áhuga ungmenna á þátttöku í ungmennaráði og auka sýnileika ráðsins.
Ungmennaráð lagði til á 27. fundi sínum þann 11. febrúar að haldinn yrði opinn fundur ungmennaráðs til að auka sýnileika þess gagnvart ungmennum í Mosfellsbæ. Nú er unnið að undirbúningi slíks fundar og tillaga um að fundurinn verði haldinn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar 6. maí n.k.
Rætt um að til að opinn fundur ungmennaráðs myndi ná til sem flestra ungmenna þyrfti málefni til umræðu að vera áhugaverð fyrir ungmenni í Mosfellsbæ, s.s. varðandi byggiingu yfirbyggðs sparkvallar á íþróttasvæðinu við Varmá.
Spurning hvort kynning á ungmennaráði í gegnum kynningarmyndband myndi skila góðum árangri.
Ungmennaráð telur að gott væri ef fleiri málum yrði vísað til ungmennaráðs frá öðrum nefndum.