Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. mars 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Vega­gerð­ar­inn­ar varð­andi hér­aðs­vegi í Mos­fells­bæ201002199

    Áður á dagskrá 1018. fundar bæjaráðs þar sem ákveðið var að rita Vegagerðinni bréf. Hjálagt er til kynningar svar Vegagerðarinnar ásamt tillögum um framhald málsins.

    Til máls tóku: HS og HSv.

    Er­indi Vega­gerð­ar­inn­ar lagt fram og um­ræð­ur fóru fram um fram­hald máls­ins.

    • 2. Stíg­ur með­fram Vest­ur­lands­vegi201102165

      Svar Vegagerðarinnar vegna stígs meðfram Vesturlandsvegi til kynningar.

      Til máls tók: HS.

      Lagt fram svar Vega­gerð­ar­inn­ar þar sem sam­þykkt er fram­lag til stíga­gerð­ar með­fram Vest­ur­lands­vegi.

      • 3. Ný Skipu­lagslög og lög um mann­virki í stað Skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997201101093

        Lagt er fram minnisblað varðandi breytingu á samþykkt um skipulagsnefnd ásamt með tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

        Til máls tóku: HS, JS, BH og SÓJ.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­um um breyt­ing­ar á sam­þykkt um skipu­lags­nefnd og breyt­ing­ar á sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar og fund­ar­sköp bæj­ar­stjórn­ar til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

        • 4. Sam­þykkt­ir varð­andi nið­ur­greiðsl­ur201102170

          Áður á dagskrá 1018. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögnin hjálögð.

          Til máls tóku: HS og JS.

          Fyr­ir lá um­sögn fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs varð­andi til­lögu um breyt­ingu á sam­þykkt varð­andi nið­ur­greiðsl­ur. Sam­þykkt að vísa til­lögu að breyt­ingu til bæj­ar­stjórn­ar.

          • 5. Samn­ing­ur við Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar um skógrækt og upp­græðslu á Langa­hrygg201102113

            Umsögn umhverfisnefndar um drög að samningi við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um skógrækt og uppgræðslu: Samþykkt með fjórum atkvæðum að gera ekki athugasemdir við fyrirliggjandi samning.

            Til máls tók: HS.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera þá breyt­ingu á 3. gr. að í stað þess að verk­efna­áætlan­ir verði kynnt­ar í um­hverf­is­nefnd, verði þær lagð­ar fyr­ir um­hverf­is­nefnd. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að ganga frá samn­ingi við Skóg­rækt­ar­fé­lag­ið í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög og með áorð­inni breyt­ingu á 3ju grein.

            • 6. Samn­ing­ur við Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð um upp­græðslu á Langa­hrygg201102114

              Umsögn umhverfisnefndar um drög að samningi við Hestamannafélagið Hörð um uppgræðslu á Langahrygg: Samþykkt með fjórum atkvæðum að gera ekki athugasemdir við fyrirliggjandi samning.

              Til máls tók: HS.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að ganga frá samn­ingi við Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög.

              • 7. Vegna heim­greiðslu til fjöl­burafor­eldra201103258

                Til máls tóku: HS og JJB.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kævmda­stjóra fræðslu­sviðs til um­sagn­ar.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30