24. mars 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Vegagerðarinnar varðandi héraðsvegi í Mosfellsbæ201002199
Áður á dagskrá 1018. fundar bæjaráðs þar sem ákveðið var að rita Vegagerðinni bréf. Hjálagt er til kynningar svar Vegagerðarinnar ásamt tillögum um framhald málsins.
Til máls tóku: HS og HSv.
Erindi Vegagerðarinnar lagt fram og umræður fóru fram um framhald málsins.
2. Stígur meðfram Vesturlandsvegi201102165
Svar Vegagerðarinnar vegna stígs meðfram Vesturlandsvegi til kynningar.
Til máls tók: HS.
Lagt fram svar Vegagerðarinnar þar sem samþykkt er framlag til stígagerðar meðfram Vesturlandsvegi.
3. Ný Skipulagslög og lög um mannvirki í stað Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997201101093
Lagt er fram minnisblað varðandi breytingu á samþykkt um skipulagsnefnd ásamt með tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tóku: HS, JS, BH og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögum um breytingar á samþykkt um skipulagsnefnd og breytingar á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
4. Samþykktir varðandi niðurgreiðslur201102170
Áður á dagskrá 1018. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögnin hjálögð.
Til máls tóku: HS og JS.
Fyrir lá umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs varðandi tillögu um breytingu á samþykkt varðandi niðurgreiðslur. Samþykkt að vísa tillögu að breytingu til bæjarstjórnar.
5. Samningur við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um skógrækt og uppgræðslu á Langahrygg201102113
Umsögn umhverfisnefndar um drög að samningi við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um skógrækt og uppgræðslu: Samþykkt með fjórum atkvæðum að gera ekki athugasemdir við fyrirliggjandi samning.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera þá breytingu á 3. gr. að í stað þess að verkefnaáætlanir verði kynntar í umhverfisnefnd, verði þær lagðar fyrir umhverfisnefnd. Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá samningi við Skógræktarfélagið í samræmi við fyrirliggjandi drög og með áorðinni breytingu á 3ju grein.
6. Samningur við Hestamannafélagið Hörð um uppgræðslu á Langahrygg201102114
Umsögn umhverfisnefndar um drög að samningi við Hestamannafélagið Hörð um uppgræðslu á Langahrygg: Samþykkt með fjórum atkvæðum að gera ekki athugasemdir við fyrirliggjandi samning.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá samningi við Hestamannafélagið Hörð í samræmi við fyrirliggjandi drög.
7. Vegna heimgreiðslu til fjölburaforeldra201103258
Til máls tóku: HS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkævmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.