21. desember 2018 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Álafossvegur 23, Umsókn um byggingarleyfi201807044
Sigurjón Axelsson Álafossvegur 23 sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúðar á 4. hæð fjölbýlishúss á lóðinni Álafossvegur nr.23, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
2. Blesabakki 1 / Umsókn um byggingarleyfi201806324
Guðríður Gunnarsdóttir Laxatungu 11 sækir um leyfi til að byggja úr timbri kaffiaðstöðu ofan á matshluta 0102 á lóðinni Blesabakki nr. 3, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Fyrir breytingu 241,3 m², 865,5 m³. Eftir breytingu 265,3 m², 902,5 m³.
Samþykkt.
3. Kvíslartunga 9 umsókn um byggingarleyfi200703002
Lilja Hrafnberg Kvíslartungu 9 sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi tvíbýlishúss á lóðinni Kvíslartunga nr. 9 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
4. Reykjahvoll 33, Umsókn um byggingarleyfi201306156
Guðmundur Borgarsson ehf. sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum aðaluppdráttum einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 33 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
5. Sölkugata 9, Umsókn um byggingarleyfi201806251
Ómar Ingþórsson og Þorbjörg Jensdóttir, þrastarhöfði 2 Mosfellsbæ, sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með innbygðri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Sölkugata nr.9 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 354,2 m², bílgeymsla 36,2 m², 1.201,165 m³.
Samþykkt.