24. ágúst 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Afmæli Mosfellsbæjar 2017201702033
Þakkarbréf frá Forseta Íslands.
Bæjarráð þakkar forsetahjónunum fyrir að heiðra Mosfellinga með nærveru sinni á afmæli bæjarins.
2. Stjórnendur Sorpu BS koma á fund bæjarráðs.201708825
Mál sett á dagskrá að framkvæmdastjóra Sorpu.
Á fundinn undir þessum lið mættu Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, Þröstur Sigurðsson og Snædís Helgadóttir frá Capacent og kynntu viðræður um sameiningu Kölku og Sorpu.
Bæjarráð er jákvætt fyrir sameiningu og/eða frekara samstarfi milli Sorpu og Kölku í samræmi við eigendasamkomulag frá 2013.
3. Samkomulag við Tré-Búkka ehf. um uppbyggingu við Bröttuhlið201707250
Samkomulag við Tré-Búkka kynnt.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, víkur af fundi kl. 8:50 við afgreiðslu þessa máls.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við Tré-Búkka ehf. um uppbyggingu lóða í Bröttuhlíð á grundvelli fyrirliggjandi viðauka við samkomulag frá 7. janúar 2007.
Sigurði Snædal Júlíussyni hrl., lögmanni Mosfellsbæjar, er veitt umboð til að rita undir viðaukann fyrir hönd Mosfellsbæjar.
4. Ráðningarsamningur bæjarstjóra2017081067
Breyting á fyrirkomulagi akstursgreiðslna.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, víkur af fundi kl. 8:50 við afgreiðslu þessa máls.
Framlögð tillaga um breytingu á ráðningarsamningi bæjarstjóra samþykkt með tveimur atkvæðum. Fulltrúi S-lista situr hjá.