21. nóvember 2014 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fálkahöfði 2-4, umsókn um byggingarleyfi201411079
Nova ehf Lágmúla 9 Reykjavík sækir um leyfi til að hækka áðursamþykkta loftnetssúlu fjarskiptabúnaðar á húsinu nr. 2 - 4 við Fálkahöfða um einn meter. Fyrir liggur skriflegt samþykki fulltrúa húsfélagsins að Fálkahöfða 2.
Samþykkt.
2. Kvíslartunga 66, umsókn um byggingarleyfi201409350
Sigmundur Hávarðsson Norðurbraut 22 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 66 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð: Bílgeymsla 44,3 m2, íbúðarrými 1. hæð 91,6 m2, íbúðarrými 2. hæð 96,7 m2, samtals 964,9 m3.
Samþykkt.
3. Leirvogstunga 14, umsókn um byggingarleyfi201411047
VK verkfræðistofa Brautarholti 10 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar einbýlishús með bílgeymslu samkvæmt framlögðum gögnum. Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi. Stærð húss: Bílgeymsla 32,0 m2, íbúð 142,5 m2, samtals 677,7 m3.
Samþykkt.
4. Völuteigur 19, umsókn um byggingarleyfi201411167
Heilsan ehf Völuteigi 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir ýmsum fyrirkomulagsbreytingum og að setja upp auglýsingaskilti á suðurhlið hússins í samræmi við framlögð gögn. Brunahönnuður hefur yfirfarið og áritað uppdrættina. Heildarstærðir húsins breytast ekki.
Samþykkt.