Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. nóvember 2014 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fálka­höfði 2-4, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201411079

    Nova ehf Lágmúla 9 Reykjavík sækir um leyfi til að hækka áðursamþykkta loftnetssúlu fjarskiptabúnaðar á húsinu nr. 2 - 4 við Fálkahöfða um einn meter. Fyrir liggur skriflegt samþykki fulltrúa húsfélagsins að Fálkahöfða 2.

    Sam­þykkt.

    • 2. Kvísl­artunga 66, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201409350

      Sigmundur Hávarðsson Norðurbraut 22 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 66 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð: Bílgeymsla 44,3 m2, íbúðarrými 1. hæð 91,6 m2, íbúðarrými 2. hæð 96,7 m2, samtals 964,9 m3.

      Sam­þykkt.

      • 3. Leir­vogstunga 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201411047

        VK verkfræðistofa Brautarholti 10 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar einbýlishús með bílgeymslu samkvæmt framlögðum gögnum. Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi. Stærð húss: Bílgeymsla 32,0 m2, íbúð 142,5 m2, samtals 677,7 m3.

        Sam­þykkt.

        • 4. Völu­teig­ur 19, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201411167

          Heilsan ehf Völuteigi 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir ýmsum fyrirkomulagsbreytingum og að setja upp auglýsingaskilti á suðurhlið hússins í samræmi við framlögð gögn. Brunahönnuður hefur yfirfarið og áritað uppdrættina. Heildarstærðir húsins breytast ekki.

          Sam­þykkt.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.