21. mars 2013 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lundur 123710, umsókn um byggingarleyfi201303091
Hafberg þórisson Lambhagavegi 23 113 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta útliti og fyrirkomulagi bíslags við bílgeymslu / starfsmannaaðstöðu að Lundi samkvæmt framlögðum gögnum. Stærðir húss breytast ekki.
Samþykkt.
2. Miðdalsland 221372 umsókn um byggingarleyfi201303100
G. Árni Sigurðsson Reykjabyggð 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sumarbústað og frístandandi geymslu úr timbri á lóð nr. 221372 í Miðdalslandi samkvæmt framlögðum gögnum. Mannvirkin eru innan ramma gildandi deiliskipulags svæðisins. Stærð: Sumarbústaður 110,0 m2, 371,3 m3, geymsla 20,0 m2, 65,7 m3.
Samþykkt.
3. Minna - Mosfell, umsókn um byggingarleyfi201303167
Valur Þorvaldsson Minna Mosfelli sækir um leyfi til að stækka úr timbri, kvist á suður hlið hússins að Minna Mosfelli samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss 2,7 m2, 23,5 m3.
Samþykkt.
4. Reykjahvoll 41, umsókn um byggingarleyfi.201211030
Kristín Ólafsdóttir Reykjahvoli 41 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 41 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn. Stærð bílgeymslu 114,2 m2, 797,1 m3.
Samþykkt.
5. Þrastarhöfði 28 umsókn um byggingarleyfi201303179
Karl Gunnlaugsson Þrastarhöfða 28 sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi hússins nr. 28 við Þrastarhöfða samkvæmt framlögðum gögnum. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.