20. nóvember 2017 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Barrholt 22 /Umsókn um byggingarleyfi201709206
Guðmundur Vignir Ólafsson Barrholti 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sólstofu úr steinsteypu, timbri og gleri við vesturhlið hússins nr. 22 við Barrholt í samræmi við framlögð gögn. Stærð sólstofu 35,0 m2, 109,0 m3. Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir hafa borist.
Samþykkt.
2. Engjavegur 17, Umsókn um byggingarleyfi201710227
Ívar Þór Jóhannesson Brekkutanga 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbureiningum einbýlishús og bílskýli á lóðinni nr. 17 við Engjaveg í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúðarhús 162,9 m2, 501,2 m3. Bílskýli 26,4 m2.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem fyrirhugað er að byggja opið bílskýli í stað bílgeymslu.
3. Flugumýri 14, Umsókn um byggingarleyfi201706293
Steingarður ehf. Flugumýri 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 14 við Flugumýri í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 1. hæðar 350,2 m2, 2. hæðar 123,9 m2, 510,5 m3.
Samþykkt.
4. Gerplustræti 7-11/Umsókn um byggingarleyfi201609080
LL06 ehf. Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 25 íbúða fjöleignahús með bílakjallara á lóðinni nr. 7-11 við Gerplustræti. Stærð: Kjallari/bílakjallari 616,0 m2,1. hæð 749,8 m2, 2. hæð 742,2 m2, 3. hæð 749,8 m2, 4. hæð 655,4 m2, 8621,6 m3. Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi.
Samþykkt.
5. Laxatunga 41/bílgeymsla/óuppfyllt rými. Umsókn um byggingarleyfi201711147
Herdís Sigurðardóttir Laxatungu 41 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að gera niðurgrafið gluggalaust kjallararými undir áður samþykktri bílgeymslu á lóðinni nr. 41 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Kjallararými 82,8 m2, 207,0 m3.
Samþykkt.
6. Litlikriki 34 /umsókn um byggingarleyfi201710024
Friðbert Bergsson Litlakrika 34 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu,áli og gleri sólskála við vestur- hlið hússins nr. 34 við Litlakrika í samræmi við framlögð gögn. Stærð sólskála 20,0 m2, 56,0 m3. Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir hafa borist.
Samþykkt.
7. Snæfríðargata 18, Umsókn um byggingarleyfi201703360
Hákon Már Pétursson Áslandi 4A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Kjallari 34,2 m2, íbúð 1. hæð 196,6 m2, bílgeymsla 30,4 m2, 995,8 m3.
Samþykkt.
8. Sölkugata 19, Umsókn um byggingarleyfi201711101
Arnar Hauksson Litlakrika 42 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta hæðarsetningu og salarhæð í áður samþykktu einbýlishúsi að Sölkugötu 19 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss 43,5 m3.
Samþykkt.
9. Uglugata 19-21/Umsókn um byggingarleyfi breyting201711160
HSH byggingarmeistarar ehf. Suðursölum 14 Reykjavík sækja um leyfi fyrir efnis- og fyrirkomulagsbreytingum áður samþykktra parhúsa á lóðunum nr. 19 og 21 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.Stærðir húsanna breytast ekki.
Samþykkt.
10. Uglugata 23-25 /Umsókn um byggingarleyfi201710281
Targa ehf. Gnípuheiði 6 Kópavogi sækir um leyfi fyrir breyttri hæðarsetningu áður samþykktra parhúsa á lóðunum nr. 23 og 25 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húsanna breytast ekki.
Samþykkt.
11. Vefarastræti 16-22, Umsókn um byggingarleyfi v/breytinga inni201711134
Skjanni ehf. Stórhöfða 25 Reykjavík sækir um leyfi fyrir efnis- og fyrirkomulagsbreytingum í húsi að Vefarastræti 16-22 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss breytast ekki.
Samþykkt.
12. Vogatunga 75-77, Umsókn um byggingarleyfi201710203
VK verkfræðistofa Síðumúla 13 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri parhús með innbyggðum bílgeymdlum á lóðunum nr. 75 og 77 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð nr. 75: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3. Stærð nr. 77: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.
Samþykkt.