Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. nóvember 2017 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Barr­holt 22 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201709206

    Guðmundur Vignir Ólafsson Barrholti 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sólstofu úr steinsteypu, timbri og gleri við vesturhlið hússins nr. 22 við Barrholt í samræmi við framlögð gögn. Stærð sólstofu 35,0 m2, 109,0 m3. Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir hafa borist.

    Sam­þykkt.

    • 2. Engja­veg­ur 17, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201710227

      Ívar Þór Jóhannesson Brekkutanga 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbureiningum einbýlishús og bílskýli á lóðinni nr. 17 við Engjaveg í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúðarhús 162,9 m2, 501,2 m3. Bílskýli 26,4 m2.

      Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið þar sem fyr­ir­hug­að er að byggja opið bíl­skýli í stað bíl­geymslu.

      • 3. Flugu­mýri 14, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201706293

        Steingarður ehf. Flugumýri 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 14 við Flugumýri í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 1. hæðar 350,2 m2, 2. hæðar 123,9 m2, 510,5 m3.

        Sam­þykkt.

        • 4. Gerplustræti 7-11/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201609080

          LL06 ehf. Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 25 íbúða fjöleignahús með bílakjallara á lóðinni nr. 7-11 við Gerplustræti. Stærð: Kjallari/bílakjallari 616,0 m2,1. hæð 749,8 m2, 2. hæð 742,2 m2, 3. hæð 749,8 m2, 4. hæð 655,4 m2, 8621,6 m3. Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi.

          Sam­þykkt.

          • 5. Laxa­tunga 41/bíl­geymsla/óupp­fyllt rými. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201711147

            Herdís Sigurðardóttir Laxatungu 41 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að gera niðurgrafið gluggalaust kjallararými undir áður samþykktri bílgeymslu á lóðinni nr. 41 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Kjallararými 82,8 m2, 207,0 m3.

            Sam­þykkt.

            • 6. Litlikriki 34 /um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201710024

              Friðbert Bergsson Litlakrika 34 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu,áli og gleri sólskála við vestur- hlið hússins nr. 34 við Litlakrika í samræmi við framlögð gögn. Stærð sólskála 20,0 m2, 56,0 m3. Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir hafa borist.

              Sam­þykkt.

              • 7. Snæfríð­argata 18, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201703360

                Hákon Már Pétursson Áslandi 4A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Kjallari 34,2 m2, íbúð 1. hæð 196,6 m2, bílgeymsla 30,4 m2, 995,8 m3.

                Sam­þykkt.

                • 8. Sölkugata 19, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201711101

                  Arnar Hauksson Litlakrika 42 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta hæðarsetningu og salarhæð í áður samþykktu einbýlishúsi að Sölkugötu 19 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss 43,5 m3.

                  Sam­þykkt.

                  • 9. Uglugata 19-21/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi breyt­ing201711160

                    HSH byggingarmeistarar ehf. Suðursölum 14 Reykjavík sækja um leyfi fyrir efnis- og fyrirkomulagsbreytingum áður samþykktra parhúsa á lóðunum nr. 19 og 21 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.Stærðir húsanna breytast ekki.

                    Sam­þykkt.

                    • 10. Uglugata 23-25 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201710281

                      Targa ehf. Gnípuheiði 6 Kópavogi sækir um leyfi fyrir breyttri hæðarsetningu áður samþykktra parhúsa á lóðunum nr. 23 og 25 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húsanna breytast ekki.

                      Sam­þykkt.

                      • 11. Vefara­stræti 16-22, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi v/breyt­inga inni201711134

                        Skjanni ehf. Stórhöfða 25 Reykjavík sækir um leyfi fyrir efnis- og fyrirkomulagsbreytingum í húsi að Vefarastræti 16-22 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss breytast ekki.

                        Sam­þykkt.

                        • 12. Voga­tunga 75-77, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201710203

                          VK verkfræðistofa Síðumúla 13 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri parhús með innbyggðum bílgeymdlum á lóðunum nr. 75 og 77 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð nr. 75: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3. Stærð nr. 77: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.

                          Sam­þykkt.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00