20. janúar 2012 kl. 09.00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslartunga 4, breyting innanhúss og utan,201111213
Valdís Larsdóttir Vættaborgum 144 sækir um leyfi til að breyta útliti, gluggum setja flatt þak í stað hallandi og klæða með timbri og leirflísum áðursamþykkt hús á lóðinni nr. 4 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Húsið minnkar um 231 m3.
Stærð húss eftir breytingu: Íbúðarrými 233,1 m2, bílskúr 66,7 m2, samtals 1.028,0 m3.
Samþykkt.
2. Viðbygging til vesturs og innskot.Breyting á þaki yfir bílskúr201201458
Björn Grétarsson Arnartanga 15 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu húsið nr. 15 við Arnartanga og setja hallandi þak á bílskúr í samræmi við framlagða uppdrætti.
Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir bárust.
Stækkun húss: 148,0 m3.
Stærð húss eftir breytingu: Íbúðarrými 174,2 m2, bílskúr 34,7 m2, samtals 732,0 m3.
Samþykkt.