24. júní 2020 kl. 11:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Engjavegur 6 - breyting á deiliskipulagi201908526
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 513. fundi nefndarinnar að deilskipulagstillagan yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til aðila í Engjavegi 1, 3, 5, 6, 8, 10, 12, Amsturdam 2 og Dælustöðvarveg 5. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir á vef sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar skv. 42. gr. skipulagslaga.