Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. júní 2020 kl. 11:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Engja­veg­ur 6 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201908526

    Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 513. fundi nefndarinnar að deilskipulagstillagan yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til aðila í Engjavegi 1, 3, 5, 6, 8, 10, 12, Amsturdam 2 og Dælustöðvarveg 5. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir á vef sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við til­lög­una, með vís­an í 3. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa, skoð­ast til­lag­an sam­þykkt og mun skipu­lags­full­trúi ann­ast gildis­töku henn­ar skv. 42. gr. skipu­lagslaga.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15